Mikið vatnsveður sums staðar norðanlands

Eftir að vindur snerist til N-áttar fór að rigna norðanlands og sums staðar meira en góðu hófi gegnir. Siglufjarðarvegi hefur þannig verið lokað vegna grjóthruns sem ekki er óalgengt þegar mikið rignir á vissum stöðum. Þá hafa skemmdir orðið á Strandavegi norðan Bjarnafjarðar og Árneshreppur því úr vegasambandi þar til þar hefur verið lagað.

Siglufjörður_uppsöfnuð úrkoma_23.júlí 2012 /VÍ.pngÞegar þetta er skrifað upp úr kl. 22 hefur mælirinn á Siglufirði tekið við um 70 mm úrkomu frá því í nótt og mest seinni partinn í dag. Úrkomuákefðin er mikil eða um og yfir 5 mm á klst. Myndin hér ar ef vef Veðurstofunnar og sýnir uppsöfnun úrkomu á stöðinni á Siglufirði. Á Ólafsfirði er magnið lítið eitt minna eða 60 mm.

Um norðanvert landið rignir víðast, en svona mikið magn er mjög staðbundið. Mesta úrkoma kl. 18 eftir daginn á leslista Veðurstofunnar af mönnuðum skeyta stöðvum var ekki nálægt þessum gildum. Utanverður Tröllaskaginn er þekktur við þessar aðstæður, einnig handan Eyjafjarðar í Fjörðum, Flateyjardal og Dalsmynni. Þá benda vegaskemmdir á Ströndum til staðbundinnar stórrigningar á Balafjöllum, við Kaldbak og þar í kring, en engum mælingum er þaðan til að dreifa. Veðurstöðin í Litlu-Ávík mældi hins vegar ekki nema 6-7mm eftir daginn.

Rigna mun í alla nótt og fram á morgundaginn en mér sýnist þó að draga muni talsvert úr ákefðinni upp úr miðnætti. Nokkuð ljóst má vera að yfirleitt á Norðurlandi og Vestfjörðum, jafnvel við Breiðafjörðinn einnig, er úrkoman bara nú með N-áttinni allt að því margföld á við það lítilræði sem komið hafði úr lofti fyrr í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í veðurskeyti frá Sauðanesvita kl 18 var úrkoman frá kl 9 = 34 mm.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 1786475

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband