Hlé

Það hefur veitt mér miklu ánægju að fjalla um veður hér á þessum vettvangi undanfarin ár.  Nú tek ég mér hlé í óákveðinn tíma, en held blogggáttinni opinni með öllu því efni sem hér er að finna og kemur upp þegar slegið er inn leitarorði.

Einhvern veginn hefur það æxlast svo og að þessum skrifum hefur fylgt nokkuð áreiti fjölmiðla.  Í sjálfu sér er það mjög gott upp að vissu marki. En það hefur farið vaxandi og sérstaklega síðustu mánuði svo að segja á öllum tímum dags. Ég er svo sem ekki að kvarta undan umfjöllun fjölmiðla, þeir standa sig í stykkinu við að miðla efni um veðrið og margbreytileika þess og er það vel. 

Veit að hlé þetta í veðurbloggskrifum hjá mér mun varla vara nema eitthvaðfram á haustið, þegar mig fer aftur að klæja í fingurna og langar að nota þennan annars ágæta vettvang mbl.is til að fjalla um sitthvað sem vekur áhuga minn í veðrinu eða margbreytileika veðurfarsins hér á landi eða annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir fræðandi og skemmtileg skrif. Mun sakna reglubundna bloggfærslana og vona að áframhald verði á, þó síðar verði.

Takk, Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 10:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Njóttu ,,hlésins,, en komdu aftur,takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2012 kl. 12:42

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir Einar, hafðu það gott í hléinu.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.8.2012 kl. 13:23

4 identicon

Vonandi verður þetta hlé stutt því það verða margir sem sakna þess að lesa bloggið þitt.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 15:44

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sæll og blessaður, Einar. Getur ekki verið að hægt sé að búa til einhvers konar samkomulag úr því þessir fjölmiðlar eru svona sólgnir í að tala við þig? Væri til dæmis möguleiki á að sá fjölmiðill sem mest vill ræða við þig greiddi þér föst laun og í staðinn værir þú til viðræðu á fyrirfram ákveðnum tímum og þú myndir ekki lengur ræða við aðra? Semja mætti um slíkt fyrirkomulag, til dæmis til eins árs í senn. Þannig fyrirkomulag gæti verið báðum aðilum hagstætt. Fréttir og greining tengd veðri er oft það efni sem viðskiptavinir (almenningur) stórra fréttastofa hefur mestan áhuga á, og hljóta þannig að vera mjög verðmætar. Ég held að oft á tíðum fái þessar fréttastofur umsögn og greiningu veðurfræðinga nánast gefins miðað við hversu mikið verðmæti þær geta skapað.

Ég hef rekið mig á það gegnum árin að það virðist vera tregða hjá fólki og fyrirtækjum að greiða fyrir upplýsingar og ráðgjöf um veður. Vonandi er þessi tregða smám saman að hverfa þegar skilningur eykst á því hversu verðmætar slíkar upplýsingar geta verið. Rétt ákvarðanataka með tilliti til veðurs getur sparað miklar fjárhæðir.

Njóttu hlésins, Einar og hafðu það gott.

Hörður Þórðarson, 15.8.2012 kl. 20:12

6 identicon

Takk fyrir mig !

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 21:58

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mun sakna þessa mjög/Kveðja og þakklæti!!!

Haraldur Haraldsson, 16.8.2012 kl. 00:13

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Einar - alltaf fróðlegt að lesa bloggið þitt. Megi hléið verða gott fyrir þig og ég hlakka til að þú snúir aftur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.8.2012 kl. 00:44

9 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Nú held ég að Einari klæjar strax í fingurnar eftir "hitabylgju" dagsins á höfuðborgarsvæðinu.

Pálmi Freyr Óskarsson, 16.8.2012 kl. 19:11

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst nú súrt í broti að báðir veurfræðingarnir á Moggablogginu skuli hætta á sama tíma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2012 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband