Varla heitasti dagur í heil 80 ár

Þá afar hlýtt sé nú á Bretlandseyjum er langt frá því að hægt sé að halda fram að gærdagurinn hafi verið sá hlýjasti þar í 80 ár þar í landi eins og staðhæft er í þessari frétt mbl.is.  Eins og sjá má af upplýsingum fengnum af síðu bresku Veðurstofunnar hefur hæsti hiti á Bretlandseyjum mælst rúmlega 38°C (ágúst 2003).  Í gær varð heitast 32,1° og það í sjálfri London.  Sjálfur man ég (þó ekki upplifað) eftir hitabylgjum Í Englandi þar sem hámarkshitinn hefur verið á rólinu 35 - 37°C, t.d. sumarið 1976 eða 1987 og síðan aftur 2003.  Vel má þó vera að verið sé að vísa í að á einhverjum tilteknum mælistað haf ekki verið þetta hlýtt svo snemma sumars, þ.e. í júní. 
mbl.is Fólk varað við því að stunda líkamsrækt utandyra í Bretlandi vegna hita og mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég bjó í London í þrjú ár. Sumarið 1995 var ótrúlega heitt og þurrt. Það rigndi ekki mánuðum saman. Seinni hluti júní var þurr, allur júlí og ágúst og það byrjaði ekki að rigna fyrr en í september. Ég man að þegar fyrsta demban lét sjá sig, fór ég út á bol og stuttbuxum og labbaði um hverfið í rigningunni. Það er svo sannarlega hægt að ofgera sól og hita.

Ég verð líka að taka undir það sem þú segir um hitastigið. Það sumar var hitinn að jafnaði yfir 30 stigum.

Villi Asgeirsson, 13.6.2006 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 1786727

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband