2.6.2007
Barry og Barbara
Barry og Barbara eru ekki bandarísk hjón eins og einhver kynni að halda. Barry er vitanlega nafnið á þessum hitabeltisstormi sem verið hefur ausa úr sér vatni yfir íbúa Flórída eins og frétt mbl.is ber með sér. Barbara er líka hitabeltisstormur sem Mexíkóar Kyrrahafsmegin hafa verið að fylgjast með að undanförnu.
Fellibyljasvæði heimsins eru nokkur, við þekkjum best til Atlantshafsins/Karabíahafsins en minna til Kyrrahafsins þar sem hitabeltislægðir eiga það til að myndast undan ströndum Mexíkó. Kyrrahafssvæðið var afar virkt í þessum efnum í fyrra á meðan Atlantshafssvæðið var með rólegasta móti sbr. þessa færslu mína.
En það er skemmtileg tilviljun að svo að segja á sama tíma skuli bera upp tvo hitabeltisstorma og báðir nr. tvö í röðinni og fá því heiti með B sem upphafsstaf.
Myndin sýnir Barböru og er af vef NASA og tekin reyndar 30. maí. Mín vegna geta þessir hitabeltisstormar verið hjón, ef einhver fæst til að gefa þau saman :)
Úrhelli á Flórída í upphafi fellibyljatíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 10.9.2009 kl. 09:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1788778
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.