Síðbúið snjóflóð - allt fór blessunarlega vel

Snjófloð í HlíðarfjalloÞessar fréttir af snjóflóði ofan skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli eru lyginni líkastar.  Engu að síður staðeynd og sem betur fer sluppu allir sjö sem voru þarna nærri.  Eins og nærri má geta man ég ekki eftir snjóflóði sem orð er á gerandi  þetta seint vetrar eða öllu heldur vorsins. 

Við skulum þó hafa það í huga að sl. fimmtudag snjóaði nokkuð á þessum slóðum.  Vindáttinn var heldur vestan við norður og á Akureyri blés af NV á sama tíma og það snjóaði þarna uppi.  Í skafrenningi myndast því hengjur við þessi skilyrði fram af brúninni.

Á myndinni sést að flóðið brotnaði og féll ofan Strompsins í Hlíðarfjalli.  Þarna hefur maður oft með eigin augum séð voldugar hengjur, en þarna ofan við er nokkur flati og stutt í Vindheimajökul.  Þessi ágæta mynd er fengin af snjóflóðavef verkfræðistofunnar ORIONÁrni Jónsson eigandi hennar er einn af okkar færu sérfræðinum þegar kemur að snjóflóðum og snjóflóðavörnum.  Myndina tók Árni Sveinn Sigurðsson í gær 27. maí, þ.e. áður en snjóflóðið féll, en rauðu línurnar sýna útlínur flóðsins svona nokkurn veginn.

Þess má geta að Harpa Grímsdóttir á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði hefur verið að rannsaka og kortleggja snjóflóðahættu í grennd við skíðasvæði og Hlíðarfjall er þar ofarlega á blaði.

 

 


mbl.is Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 1786697

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband