Litla-Ávík verður að Litla Hjalla á mbl.is !

Í frétt mbl.is er vitnað í heimasíðu Jóns G Guðjónssonar veðurathugunarmanns í Litlu-Ávík á Ströndum þar sem jörð var alhvít í morgun.  Mistökin liggja í því að síða Jóns hefur slóðina litlihjalli, en bærinn er vitanlega Litla-Ávík.  Hér er tengill á síðu Jóns.

Annars mældist snjódýptin 3 sm í Litlu-Ávík kl. 9 í morgun. Mest á landinu var hún hins vegar 21 sm í Bolungarvík.  Þara hefur moksnjóað frá því í gærkvöldi eins og víðar á norðanverðum Vestfjörðum. 

 

 


mbl.is Alhvít jörð á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Kjartansson

Já Einar þetta er nú svo sem ekki ókunnug staða. Fjölmörg ár má finna þar sem snjóað hefur á Snæfjallaströnd í maí og ekki síður í júní. Þetta ástand virðist samt meira áberandi nú með mildum vetrum og svölum vordögum. Ég skil nú samt ekkert í þeim sem krefjast útsprunginna rósa í maí. Það býður bara hættunni heim. reynslan er nú sú að þrátt fyrir alræmd "hvítasunnu" og jafnvel "jónsmessu" hret jafnast þetta út. Minni á vorið 2006 sem og vorið 2004 sem var jafnvel ennþá verra. Hitt er annað að nú hefur verið fremur svalt og þurrt í rúmar 2 vikur eftir góða daga í byrjun mánaðar þar sem sumir héldu vera komið sumar. Takk annars fyrir góða síðu og velkominn á Snæfjallströndina eða í Tálknafjörð í sumar.

IK

Ingólfur Kjartansson, 25.5.2007 kl. 22:58

2 identicon

Nei hvur þremillinn, 21 sm í lok maí!  Nei núna hætti ég barasta að trúa á hnattræna hlýnun.

Ari (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 1786701

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband