Norska Veðurstofan greinir frá því að hitastigið síðdegis hafi farið í 30,9 stig við hús Veðurstofunnar í Osló á Blindern. Þetta er þó ekki met en fara þarf meira en öld aftur til að finna eitthvað sambærilegt. Fyrr í mánuðinum eða 5. júní árið 1897 mældist hitinn rúmlega 31 stig í Osló.
Mynd fengin af Dagbladet.no
Í þessum annars veðursæla höfuðstað Norðmanna hefur mælst hærri hiti í júní eða 32,8 stig, en það var 27. júní 1988.
Af norkum fjölmiðlum að dæma er þjóðin, eða sá hlutin hennar sem býr í suðurhlutanum hálfpartinn að ganga af göflunum (í jákvæðri merkingu) í þeirri veðurblíðu sem verið hefur að undanförnu. Vel er hægt að svamla í sjónum með Oslóarfirði, enda hann mun hlýrri nú en venja er til svo snemma sumars. Greint er frá því að sjávarhitinn sé staðbundið kominn í 21 stig. Það þykir mér ótrúlegt, en rengi þó vitanlega ekki þær fréttir.
Áfram er spáð hitabylgju í S-Skandinavíu næstu daga, en frá þriðjudegi mun hitastigðið eitthvað rétta sig af samkvæmt veðurspám.
Hitamet slegið í Suður-Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 8.9.2009 kl. 10:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1788776
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.