Man ekki eftir öðum eins hvelli um hásumar og nú, a.m.k. ekki í seinni tíð. Á haustin og veturna þykir nú bara ágætt þegar vindhviðumælar fara yfir 50 m/s oft með tilheyrandi fréttum af malbiki sem flest hefur af vegum og öðru álíka. Í dag náði upp úr kl. 17 ein hviðan 50 m/s á mæli Vegagerðarinnar við Sandfell í Öræfum. Um átta leitið í kvöld rauk síðan vindur upp undir A-Eyjafjöllum, en þar hafði verið skjól framan af. Ef vindmæling á Steinum er rétt, gerði þar vindhviðu upp á 56 m/s ! Sá augnbliksvindur finnst mér með ólíkindum miðað við að í dag er 1. júlí, en ekki 1. febrúar ! Meðalvindhraði var um svipað leyti um 20 m/s eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti.
Á Hellu er veðurathugunarstöð Veðurstofunnar í innan við 1km fjarlægð frá mótssvæði Landsmótsins (nánar tiltekið við vegamótin upp í Gunnarsholt). Þar var þegar verst lét á milli kl. 20 og 21 var mesti meðalvindur 23 m/s og vindhviða upp á 29 m/s. Það er meiri vindur en tjöld, tjaldvagnar og fellihýsi eiga að þola að staðaldri. Þess má geta að vindáttin á Hellu var norðaustlæg. Fyrr um kvöldið, á meðan vindur í lofti er meira af austri, nutu Hella og Rangárvellir skjóls frá jöklunum í austri. En um leið og hann nær sér í norðaustrið er fjandinn laus og loftið steypist niður Rangárvellinna á milli Búrfells og Heklu líkt og heimamenn þekkja manna best.
Mikið hvassviðri á Hellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Veðuratburðir hér og nú | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt 26.8.2009 kl. 14:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er merkilegt. Og hjá mér (rétt hjá Hvolsvelli) var nánast logn allan daginn!
Guðrún Markúsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:13
Sæll Einar.
Sjaldan hefi ég séð himinnin dökkna eins mikið og hann gerði í dag með jafn skjótum hætti hér á Reykjanesskaganum, greinilega af völdum moldroks úr fjarlægð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2008 kl. 02:51
Úff, ég man hve hvasst gat verið undir Eyjafjöllunum þegar ég keyrði mjólkurbílinn austur fyrir. Svona hviðu hef ég nú samt varla lent í, sem betur fer...
Sigurjón, 2.7.2008 kl. 02:55
Var fyrir nokkrum dögum á ferð fyrir austan. Þurfti að bíða í tvo tíma í Höfn til að komast áfram um Hvalsnes. Þar voru bílar og hjólhýsi að fjúka um koll. Merkilegt á þessum árstíma.
Júlíus Valsson, 2.7.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.