Hinn merki Klemens Kristjánsson ræktunarstjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð kom með athyglisverða kenningu fyrir um hálfri öld um tengsl veðurfars og kartöfluuppskeru. Hún er eitthvað á þá leið að nái úrkoman í ágústmánuði 50 mm og meðalhiti júlí og ágústmánaða til samans 9,5°C, megi ævinlega búast við mjög góðri uppskeru, hvar sem á landinu , sé horft framhjá hugsanlegum snemmkomnum næturfrostum.
Til að fá sem besta uppskeru þarf bæði hita og hæfilega rekju og þar eru svo sem engin ný tíðindi þegar ræktun er annars vegar. Sjálft kartöflugrasið vex einkum í júlí, en hnýðið, þ.e. kartaflan í ágúst. Svo hún vaxi þarf möldin að vera vel rök og taldi Klemens að 60 mm úrkoma í ágúst væri það sem til þurfti. Ef grös voru ekki fallin um mánaðarmótin, væru frostlausir dagar fram í september gott búsílag fyrir vöxtinn og hrein viðbót.
Þetta haustið berast af því fregnir að uppskera gullauga og rauðra kartaflna sé tíföld til fjórtánföld (þyngd útsæðis) og þykir mjög gott. Hið fljótvaxna og vatnskennda afbrigði premier, kannski betur þekktar sem bökunarkartöflur, skila enn betri uppskeru eða um tuttugufaldri.
Þetta sumarið eru bæði skilyrði Klemensar á Sámsstöðum uppfyllt, hitinn meira að segja yfir 11°C í júlí og ágúst í byggð um mikinn hluta landsins og meðal allra hlýjustu sumrum. Úrkoma sunnanlands var líka með ágætum sunnanlands í ágúst og t.a.m. 82 mm í Reykjavík. Hins vegar var þurrt fyrir norðan og ekki nema 14 mm skiluðu sér í mælinn á Akureyri.
Engar fregnir hef ég af kartöfluuppskeru í hinum annars gjöfula Eyjafirði þetta haustið, en fróðlegt væri að fá fregnir þaðan í ljósi Klemensarkenningarinnar og lítillar úrkomu þar meira og minna í allt sumar.
Myndin birtist með frétt á mbl.is og sýnir dæmi um stærð kartaflna úr uppskeru Erlu Ingimarsdóttur og Haraldar Stefánssonar, en þau eru með garð í Biskupstungum.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 14:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn er eg stórbóndi í jarðelparækt, en sýnist í fljótu bragði að þurrkur gæti hafa tafið vöxtinn hér norðanlands. Í fjarlægum garði þar sem eg hef ekki komið við vökvun eru mínar pótetur a.m.k. frekar smáar, (en strærri þar sem eg gat vökvað). Á sama stað, en rakari, var eg með aspir, sem náð hafa 147sm ársvexti. Geri aðrar betur!
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:46
Gott að vita að þið norðlendingar hafi fengið gott síðsumar. Ég man eftir sumrinu 2004, en þá óx keisaraösp í sumarbústaðalandinu mínu 196 cm!!!!! á einu sumri. Ætli það sé met?
Jóhann (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:52
Næ ekki þessum fréttum af góðri kartöfluupskeru. Búinn að fara í Hagkaup, Bónus og Samkaup hér á Akureyri og þær nýuppteknu kartöflur sem eru í boði ná varla útsæðisstærð. Eini kosturinn er að þær eru fljótari í suðu....en mikið helv...þarf maður margar í eina máltíð.
Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 23:52
Heill og sæll, Einar Nú er farið að hvessa hjá okkur og haustlægðirnar koma hver af annarri. Og þú ert bara í kartöflunum, hvaða áhrif hefur þetta veður á þær. Gætir þú sagt gömlum skólafélaga hvaða fellibyljaleyfar komi með þetta veður til okkar. Með kveðju úr Litlu Moskvu Austmann
Pjetur St. Arason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.