IKE til Íslands ?

ikeflood914Fellibylurinn IKE sem svo mikinn óskunda hefur gert suður í Mexíkóflóa og Karabíahafi fer nú hraðbyri inn yfir Bandaríkin til norðausturs og nálgast nú landamæri Kanada og á morgun Nýfundnaland.

Þetta er ægilegur sprettur og vissulega er IKE að óðum að missa sín einkenni sem hitabeltisstormur.  Enn er því mikil bleyta í lofti og í dag rigndi víða kröftuglega t.d. í Chicago.

Í síðustu tilkynningu NOAA um IKE má lesa eftirfarandi:

IKE IS EXPECTED TO ACCELERATE
TOWARD THE NORTHEAST DURING THE NEXT 24 HOURS...AND THEN CONTINUE
RAPIDLY NORTHEASTWARD UNTIL THE SYSTEM MERGES WITH THE LARGER LOW
AT VERY HIGH LATITUDE.

Það sem er að gerast er það að fellibylurinn eða öllu heldur leifar hans hefur verið fangaður af vestanvindabeltinu í háloftunum.  Kortið hér til hliðar sýnir styrk háloftavinda í 300 hPa fletinum í N-Ameríku (15. sept kl. 00).  Við Vötnin Miklu eru skörp kuldaskil og þar SV-stæður skotvindur sem nú hefur fangað IKE.  Þessi lægð sem vísað er til í textanum frá NOAA er ætlað að dýpki við Hvarf seint á morgun og berist síðan hingað til okkar.  

ruc03hr_300_windFellibyljaleifar og vaxandi lægð getur verið kröftug blanda.  Leifarnar leggja til aukaskammt af hlýju og röku lofti sem ættað er úr hitabeltinu og hringhreyfingin sem enn vottar af hjá IKE spólar upp lægðina, sem sjálf kemur með kalt loft úr norðri og magnar hitamun sem talsverður er fyrir.  IKE er vitanlega búinn að vera yfir landi í nokkurn tíma og því búið að klippa á lífæð orkunnar úr sjónum.  En það er með ólíkindum hvað hann bers hratt yfir og í raun stutt síðan fellibylurinn var yfir Mexíkóflóa. Hringsnúningurinn varðveitist í nokkurn tíma auk þess sem kjarni af mjög hlýju lofti helst um tíma án verulegrar blöndunar við kaldara og þurrara loft. 

Á spákortum fyrir morgundaginn má vel greina mjög hlýjan uppruna lofts við Nýfundnaland á hraðri leið til móts við lægðina á okkar slóðum. Ekki er gott að segja hvað úr þessu verður, en líklegast er þó að vel blási hér á þriðjudagskvöld og ef af líkum lætur mun rigna af krafti sunnan til á landinu

Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mjög  merkilegt að vanda  Einar  Gaman að fá svona  vel útskírðan  fróðleik

Gylfi Björgvinsson, 15.9.2008 kl. 13:48

2 identicon

þá er vissar fyrir okkur Grundfirðingana að taka saman trampólínin og sólstólana

Sigríður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:35

3 identicon

Vonandi að þetta verði ekki eins og Ellenarveðrið forðum

Gunnar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband