Í kjölfar Ike-lægðarinnar MODIS (2)


NOAA/Dundee 18.sept 0522Í fyrri færslu mátti sjá hvernig aurinn og sandinn norðan Dyngjujökuls lagði til norðurs yfir Fjöll og Möðrudalsöræfi og áfram yfir  Sléttu sl. miðvikudag.  Það var afleiðing S-storms í tengslum við Ike-lægðina.

Daginn eftir var vindáttin orðin suðvestlæg.  Lægðin sjálf var hægfara vestur af landinu og við fengum yfir okkur skýjasnúð hennar, eins og sjá má á tunglmynd Dundee hér til hliðar frá því laust fyrir kl.06 um morguninn.   Þá varð aftur nokkuð hvasst á landinu og norðan Vatnajökuls var veðurhæðin 20-25 m/s framan af deginum.  Mera var um ský en á MODIS-myndinni hér að neðan  má vel greina greina á milli skýjanna sandmökkinn sem nú lá til norðausturs og yfir Hérað.  Það er sjá sem yfir aurum Jökulsár á Fjöllum séu rákir af einskonar sandbólstrum sem berast undan vindi líkt og væru skýjabólstrar yfir hafi, t.a.m. þar sem hvass vindur stendur fram af hafísbrún.  Líkindi þessar tveggja gjörólíku fyrirbæra eru þarna klárlega til staðar, svona séð úr lofti. 

Á þessari tunglmynd sem tekin er í 250 m upplausn má líka sjá í fyrsta sinn hið nýja Ufsarlón Landsvirkjunar á Hraunum (austan Hálslóns).  Í fréttum var frá því greint að augnabliksrennsli jökulsár í Fljótsdal hefði ekki verið meira í síðustu viku í 25 ár. Því fer vatnið fljótt að safnast saman í lón, þó svo að lokað hafi verið fyrir rennsli að eins örfáum dögum fyrr.  Mikið rennsli skýrist mikið til af hlýindunum og því bráðnunar jökulís, en í stórrigningunni á miðvikudag sem mest er vissulega sunnan í Vatnajökli kembir yfir hájökulinn og talsvert af úrkomunni hafnar norðan vatnaskilanna.  Ekki síst á það við austast þar sem Vatnajökull er "mjór" ef svo mætti segja. 

 MODIS-Terra 18.sept 1330


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1788790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband