21.9.2008
Í kjölfar Ike-lægðarinnar MODIS (3)
Í hvössu SV-áttinni sem gerði fimmtudaginn 18.sept í kjölfar Ike-lægðarinnar, sjá kafla (2) hér á undan, gerði mikið brim SV-lands. Öldumælingadufl Siglingastofnunar úti af Garðaskaga af til kynna 7-8 metra ölduhæð frama eftir degi enda var veðurhæðin á Garðskagavita 18-22 m/s þennan morgun. Engan skyldi því undra að SV-áttin gæfi þunga úthafsöldu þennan morgun og mikið brim. Hitt kemur hins vegar meira á óvart að brimskaflarnir skuli koma fram á tunglmyndum eins og hér sést afar vel. Það er líkt og teiknað hafi verið með hvítum lit yfir strandlínu Reykjanessins og áfram austur með suðurströndinni.
Loftið sem barst úr suðvestri var sérlega þurrt, enda komið af hluta yfir Grænlandsjökul. Um orsakir þess má lesa í fyrri færslu hér.
Ljósmyndirna hér til hliðar eru teknar þennan dag um svipað leyti og MODIS myndin(250 m. upplausn) sem er sú sama og getið var áður með sandstókinn norðaustur yfir Hérað. Brimskaflinn er við Reykjanestá á þeim stað sem afrennslisstokkur liggur frá Reykjanesvirkjun til sjávar. Sjálfur var ég þarna á ferð og get vottað að öldurnar voru voru tilkomumiklar m.a. í Sandvík (hin myndin) þar sem Clint Eastwood tók sína stríðskvikmynd um árið.
Mikil saltmóða lá yfir Reykjanesinu þennan dag og í veðurathugun á Keflavíkurflugvelli var skyggnið takamarkað á köflum og ekki nema 7 km. Íbúar suðvestanlands fóru ekki varhluta af seltunni sem settist á glugga og heldur ekki Landsnet, sem varð fyrir minniháttar rekstrartruflunum þegar selta settist á einangrara.
Flokkur: Lengri greinar úr ýmsum áttum | Breytt 26.8.2009 kl. 14:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1790154
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Garðskagaröstin hefur verið glæsileg í þessu brimi - spurning um að auglýsa eftir myndum!
Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:38
Já það voru flottir skaflar vestur af Garði og með ströndinni suður til sandgerðis.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.