19.4.2006
Flóđin í Dóná
Ég var ađ velta fyrir mér öllum ţeim einsleitu fréttum sem veriđ hafa af flóđunum í Dóná, Saxelfi og fleiri fljótum miđ-Evrópu. Viđ fáum fréttir af ţví ađ hćtta kunni ađ skapast hér og ţar og ađ vatnsstađa hafi ekki veriđ hćrri og síđan fylgja myndir međ af umflotnum húsum og fólki sem veđur lygnan vatnsflauminn. Minna ber hins vegar á skýringum, hvers vegna flćđir. Flóđ í Dóná eru ađ verđa ađ nćr árvissum viđburđi. Ekki ţó alveg, ţví síđasta stórflóđ var í ágúst 2002. Ţá rigndi mikiđ í tvígang međ nokkurra daga millibili og fljótiđ flćddi til tjóns af ţeim sökum.
Nú hins vegar eru ástćđur flóđanna ađrar en stórrigningar. Vorhlýindi koma ofan í afar snjóţungan vetur á hluta vatnsviđs Dónár og ţveráa hennar. Mestur varđ snjórinn lílega í Bćjaralandi í Suđur Ţýskalandi og í Austurrísku Ölpunum. Einnig snjóađi allmikiđ í Karpatafjöllum Rúmeníu. Eins og sést á myndinni er vatnasviđ Dónár ásamt ţverám sem í hana renna geysivíđfemt. Lćtur nćrri ađ ţađ sé áttfalt flatarmál Íslands. Bráđnandi snjór á stórum svćđum sem á láglendi leysir á nokkrum dögum segir ţví mikiđ til sín í rennsli árinnar. Til viđbótar kemur síđan vatn úr Norđur-Ölpunum ţó sá ís og snjór verđi vissulega ađ bráđna fram á sumar. Á leiđ sinni til Svartahafs frá efstu upptökum í Svartaskógi SV-Ţýskalands rennur Dóná í gegn um fjölmargar borgir og ekki fćrri en fjórar höfuđborgir, ţ.e. Vín, Bratislava, Búdapest og Belgrad.
Engar upplýsingar hefur rekiđ á fjörur okkar í fréttatímum ţess efnis hve mikiđ rennsli Dónár sé í ţessum flóđum. Eina tölu hef ég fundiđ og segt er ađ ţađ sé metrennsli í ánni. Viđ Járnstífluna (The Iron Gate) á landamćrum Serbíu og Rúmeníu er sagt ađ rennsliđ hafi náđ 15.400 m3/sek ţ. 13. apríl. Vel má ver ađ ţađ hafi orđiđ meira síđustu daga. Til samanburđar nćr rennsliđ í Jökulsá á Fjöllum viđ Dettifoss stöku sinnum 1000 m3/sek ţegar áin er í leysingaham. Ţetta rennsli viđ ţrenginguna viđ Járnstífluna er ţó ekki nema um ţrefalt međalrennsli á ţessum stađ sem vekur vissulega upp spurningar.
Vandinn viđ flóđin í Dóná er nefnilega fyrst og fremst heimatilbúinn. Áin er ţađ sem kallađ er stokksett. Ţetta mikla fljót rennur í ţvinguđum farvegi og á löngum köflum er hann manngerđur međ fyrirhleđslum og öđru slíku. Enda ţéttbýl svćđi nćrri bökkum hennar. Síđan eru ţađ stíflur sem gerđar eru til ţess ađ jafna rennsliđ, en eru meira til ógagns ţegar rennsliđ vex eins og ađ undanförnu Fyrir löngu rann Dóná um flatan fljótsbotninn ţegar mest var vatniđ. Sá tími er liđinn og ţví er ţađ auđskiliđ hvers vegna hćtta steđjar ađ lífi fólks og mannvirkjum ţegar flóđgarđar bresta. Ţetta vandamál er ekki bundiđ viđ Dóná eina heldur einnig ađrar stórár Evrópu s.s. Saxelfi, Rín og Pó á Ítalíu, sem á kafla rennur í stokki nokkrum metrum ofan hinnar eiginlegu Pósléttu.
Fyrir ţá sem áhuga hafa á flóđum og flóđvörnum í Dóná viđ Vínarborg í sögulegu samhengi fylgir hér smekklegur tengill.
Flokkur: Lengri greinar úr ýmsum áttum | Breytt 21.9.2009 kl. 11:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.