13.11.2008
Svartasta skammdegiš
Ķ vikulegu vešurspjalli į Rįs 2 ķ morgun višraši ég skošanir mķnar į svartasta skammdeginu hvenęr žaš hęfist og hvenęr įrsins mętti segja aš žvķ tķmabili vęri lokiš. Stakk ég upp į žvķ aš mišaš vęri viš 10.nóvember. Žį eru rķflega 40 dagar ķ vetrarsólhvörf. Um eša rétt upp śr mįnašarmótum janśar til febrśar er žį jafnlangt frį sólhvörfum ķ hinn endann.
Ķ tilefni af žessum vangaveltum sendi Žorkell Gušbrandsson į Saušįrkróki nešangreinda hugleišingu og skilgreining Žorsteins Sęmundssonar Almanaksritstjóra tekur miš af skilgreindri sólarhęš og er hśn alveg hreint prżšileg.
"Er aš hlusta į žig į Rįs2 og žar kemur žś meš skilgreiningu į svartasta skammdeginu. Žaš er, eins og žś tekur réttilega fram, ekki til nein vištekin skilgreining į žessu hugtaki, viš hvaš skuli mišaš o.s.frv. Mašur tekur eftir žvķ aš sumt nśtķmafólk kallar skammdegi frį žvķ ķ byrjun október fram ķ mars. Gef reyndar lķtiš fyrir žaš. Margir eru bśnir aš velta žessu fyrir sér, bęši fyrr og nś. Fyrir nokkrum įrum įttum viš spjall um žetta, undirritašur og dr. Žorsteinn Sęmundsson, stjarnfręšingur. Dr. Žorsteinn hafši skošaš žetta mįl talsvert og m.a. hafši hann aš mér skildist (vona aš ég hafi ekki misskiliš žaš) skošaš hjį žjóšhįtta- og sagnfręšingum hvort ķ fornum fręšum ķslenskum vęri eitthvaš bitastętt aš finna um žetta. Śt śr žvķ kom ekkert sérstakt, nema aš skilgreiningin hefši veriš eitthvaš mismunandi eftir landshlutum og er žaš trślega mjög ešlilegt mišaš viš aš landiš nęr žvķ sem nęst yfir fjórar breiddargrįšur. Dr. Žorsteinn var į žvķ aš žaš gęti veriš skynsamleg regla aš miša viš hvenęr sól hętti aš fara 6° yfir sjónbaug ķ hįdegisstaš ķ Reykjavķk, en žaš er žvķ sem nęst frį 22/11 til 25/1 . Hér į Noršurlandi yrši žetta tķmabil nokkru lengra ef žessi 6° regla vęri notuš.
Datt ķ hug aš koma žessu į framfęri til gamans.
Kv. Žorkell Gušbrands"
Ljósmyndin er fengin af vef Grindavķkurbęjar
Flokkur: Lengri greinar śr żmsum įttum | Breytt 26.8.2009 kl. 13:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 50
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Hver er summan af 20 og 21?
Žröstur Eysteinsson (IP-tala skrįš) 13.11.2008 kl. 10:46
Rétt hjį Žresti sem kann aš reikna. Žaš eru um 40 dagar en ekki 50 frį 10. nóv og fram aš vetrarsólhvörfum. Takk fyrir Žröstur !
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 13.11.2008 kl. 12:35
Ég hef žrisvar bloggaš um žaš hve nęr skammdegi sé, žaš sé žegar sól er į lofti einn žrišja af žeim tķma sem hśn er lengst į lofti, ķ Reykjavķk sem sé um 7 stundir. Eftir žvķ byrjar skammdegiš 10. eša 11. nóvember og sķšasti dagurinn er žį 31. janśar eša 1. febrśar. Žessa įgętu skżrgreiningu hef ég eftir Žórbergi Žóršarsyni sem gerši grein fyrir henni ķ samtalsbók sinni viš Matthķas Johannesen Ķ kompanķi viš allķfš, bls. 194 ķ nżjustu śtgįfunni sem heitir Ķ kompanķi viš Žórberg. Önnur višmišun sem nota mį er aš athuga hve nęr ekki gerir stjörnumyrkur aš sumri og snśa žvķ yfir į veturinn, telja frį skemmsta sólargangi en nišurstašan er svipuš. En žaš nęr ekki nokkurri įtt aš flytja skammdegiš fram ķ október og fram ķ mars , sem og oft er gert ķ tali fólks. Ég ręddi žetta einu sinni viš Žorstein Sęmundsson sem komst allur į loift en sagši eins og viš Žorkel aš ekki vęri til nein samžykkt regla um žaš hve nęr skammdegiš vęri. En žaš ętti ekki aš hindra fólk ķ žvķ aš reyna aš finna einhver skynsamleg višmiš.
Siguršur Žór Gušjónsson, 13.11.2008 kl. 13:30
Ég hef įgętis višmišun ķ žessu efni og hef haft į orši einn dag ķ nóvember mörg sķšustu įr aš: "Nś sé kominn vetur". Svartasta skammdegiš byrjar žegar ég verš var viš aš žaš veršur erfišara aš vakna į mķnum venjulega tķma į morgnana og žessu tķmabili lżkur žegar žaš veršur aftur léttara aš vakna. Žaš vill svo til aš žęr dagsetningar sem hér hafa veriš nefndar stemma nokkurn veginn viš mķnar dagsetningar
Karl Ólafsson, 13.11.2008 kl. 16:05
Sjįlfur hef ég veriš aš pęla ķ žessu undanfariš og mitt huglęga tilfinningalega mat er tķmabiliš 15- nóv til vetrarsólstaša. Myndi kalla žaš svartasta skammdegiš. Jafnvel žó aš skammdegiš sé jafn svart eftir vetrarsólhvörf og aš jan/feb žį spilar žaš tilfinningalega innķ fyrir mig aš
a) tķmabiliš vetrarsólhvörf og śt įriš er svo mikil fjölskylduhįtķš (og allir aš hygge sig) aš mašur gleymir flestu svartnętti žį.
b) sól er farin aš hękka meš hverjum degi og dagurinn lengist ķ bįša enda. Žaš er eitthvaš meira uppörvandi viš žessa uppstefnu en nišurstefnuna.
Ari (IP-tala skrįš) 16.11.2008 kl. 22:53
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.