17.11.2008
Veðurfarslegar ástæður hálku (3)
Þriðja tegund hálku sem tekin verður til umfjöllunar er mjög háð því hver umferðin er og hversu hún megnar að umbreyta nýföllnum snjó í hálan ís.
Nýfallinn snjór er blanda af ískristöllum og örsmáum vatnsdropum. Vatnsinnihaldið ræður mestu um það hversu mikil hálka myndast þegar snjórinn treðst við umferð. Vatnsinnihaldið er mest þegar snjóar nálægt frostmarki. Sé veghitinn lægri en 0°C frýs þessi blanda auðveldlega á veginum. Athugið að stundum snjóar í hita allt að +3°C og svo lengi sem veghitinn er einnig yfir frostmarki þá myndast vitanlega ekki hálka. Þurr snjór í nokkru frosti hefur lítið vatnsinnihald og er síður hálkumyndandi, en það er þó nokkuð háð umferð og að varmi frá núningi dekkja sé nægjanlegur til að bræða hluta ískristallanna. Ein lúmskasta tegund hálku hérlendis er þegar snjóar þurrum snjó á veg sem fyrir er hrímaður eða ísaður. Viðnám vegarins verður þá með minnsta móti.
Mynd: Þórunn Jónsdóttir.
Snjóar á veg, ýmist auðan eða þegar ísing er fyrir á vegi.
Flokkur: Lengri greinar úr ýmsum áttum | Breytt 26.8.2009 kl. 13:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.