Eldingarnar um 15 talsins

Eldingakort VÍ 26.maí 2009 kl. 17:00Eðlilega kemur eldingaveður eins og þetta með hagléli og snjóþekju ökumönnum í opna skjöldu. Það er þó ekki frost á Hellisheiði, hiti um 4 til 5°C.  Engu að síður verður alhvítt þegar voldugir skýjaklakkarnir hvolfa  úr sér, en í skýjunum er frost og mest allt vatn þar sem ís.

Á eldingakorti Veðurstofunnar má sjá að flestar hafa eldingarnar orðið í vestanverðri Hellisheiðinni, nærri Þrengslavegi og áfram niður í Ölfus hjá Þorlákshöfn.  Mælakerfið nam fyrstu eldinguna kl. 15:08 og stóð veðrið yfir fram yfir kl. 16:30.  Eins og sjá má hefur eldingum einnig lostið niður við Hagavatn norður undir Langjökul.  Á lista yfir mældar eldingar má sjá að þær hafa verið á þessu tímabili um 15 talsins.

Veðursjá 26.mai kl. 15:30Veðursjá Veðurstofunnar sýndi svo ekki var um villst að klakkarnir röðuðu sér í band eða garð og hefur hann verið að teygja sig til norðurs.  Frekan eldingar á Suðurlandi, einkum nærri Þingvallavatni og með Laugarvatni og ofanverðum Biskupstungum og afréttinum þar norður af.

Þeir voru tilkomumiklir klakkarnir að sjá úr höfuðborginni klakkarnir í austri sem veðrinu ollu, steðjalaga og eins dæmigerðir úr fjarska og hugsast má (náði þó ekki góðri mynd til að sýna hér !).  Ástæðan þess að þetta gerist í dag er sú að loftið er nægjanlega kalt hið efra til að tryggja nægjanlegan óstöðugleika þegar heit sólin bakar landið.  Uppstreymið hefst við fjöllin og ekki spillir að nægur raki er til staðar til uppgufunar eftir bleytudagana að undanförnu.  Þess utan er loftið nægjanlega rakt efra til að klára ferlið alveg upp undir veðrahvörf í um 10 km hæð.


mbl.is Snjór og þrumur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

15 eldingar í dag á Íslandi, nokkud gott bara. Hefur líka verid mikid eldingavedur hér í Danmørku í dag.

Sýnist tad vera aftur ordid ansi eldingarlegt nuna i kvøld, spurning hvor madur fái ekki smá ljósasjóv.

Kristján (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:05

2 identicon

frábært að geta lesið frekari skýringar hjá þér..takk fyrir það!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Alltaf þurfa danir að gera betur. Þetta er algjört 14-2!

Emil Hannes Valgeirsson, 26.5.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Reyndar þótti mér þrumuveðrið sem geysaði aðfaranótt 20 maí vera miklu öflugra en það sem gekk yfir Kaupmannahöfn í dag. Það hélt fyrir mér vöku og nötruðu gluggakarmarnir og hávaðinn mikill, enda þótti sá stormur vera einstaklega jákvætthlaðið þrumuveður. Samkvæmt dmi.dk. (ég reyndar hafði enga hugmynd um að eldingar gætu verið flokkaðar)

http://www.dmi.dk/dmi/koebenhavn_fik_de_farligste_lyn

Hinsvegar fann maður hversu hitnaði í veðri og rakinn rauk upp svona klukkustund áður en tók að lægðin gekk yfir í dag.

Andrés Kristjánsson, 27.5.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 1786707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband