Hlýtt í S-Skandinavíu

31.maí 2009 kl.12.pngÞessa Hvítasunnuhelgi er veður með besta móti í Skandinavíu.  Í Osló og Kaupmannahöfn er hitinn 24-25°C í dag og litlu lægri í Stokkhólmi.  Sólin hefur líka skinið glatt enda pulsulaga háþrýstingur frá Bretlandseyjum norðaustur um Skandinavíu.  Reyndar er vestanvindurinn í háloftunum allur í henglum þessa dagana og helstu veðurkerfi hafa riðlast.

Í gær var frá því greint að hlýjast hefði orðið í Noregi í Kotsöy, 29°C.  Kotsöy er í Suður Þrændalögum á um 62°N.  Í fyrrasumar rengdu menn mjög áreiðanleika hitamælinga á þessari stöð sbr. færslu hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skondið, þetta hefur snúist við núna. Veðurfréttirnar eftir 22- fréttunum áðan sögðu að það hafi verið um 10 °C um mestalla skandinavíu. 9 °C í Stokkhólmi t.d.

Arnar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband