Meira af útnyrđingi

Útnyrđingur og útsynningur eru vestanáttirnar, NV í fyrra tilvikinu og SV í ţví síđara.  "Út vil ek" sagđi Snorri Sturluson í Noregi og fór heim til Íslands. 

Snorri út vil ekÍ sögu orđanna segir höfundur, Sölvi Sveinsson ađ útlönd sé eldgamalt orđ í íslensku máli.  Á landsnámsöld voru Fćreyjar og Ísland hin einu sönnu útlönd, lönd handan hafsins og frá Noregi sigldu menn út ţangađ, ţ.e. í vestur.

Vindáttamálvenja ćttuđ í fyrndinni frá vesturströnd Noregs, ţađan sem siglt var, hefur lifađ í Íslensku og Fćreysku fram undir ţetta. Hún er hins vegar deyjandi síđustu áratugina a.m.k. hér á landi.  Útsynningur lifir enn um sinn, en sjaldnar heyrist landsynningur nefndur, helst á Suđurlandi međal eldra fólks.  Útnyrđingur fyrir NV-átt og landnyrđingur fyrir NA-átt eru horfin úr venjulegu talmáli fólks held ég ađ óhćtt sé ađ segja.

ÚtskálarÚtnyrđingsstađir er bćr á Hérađi, nánar tiltekiđ á Völlum, skammt innan Egilsstađa.  Ekki veit ég hvert viđmiđ örnefnis ţessa hefur veriđ á sinni tíđ.  Af svipuđum meiđi eru Útskálar á Garđskaga, prestsetur og höfuđból frá fornu fari.  Örnefni ţađ er ósköp skiljanlegt ţegar haft er í huga ađ stađurinn er lengst út á Garđskaga.  Kannski  fóru menn áđur út í Skála og stađurinn kallađist seinna Útskálar.  Hver veit ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig má nefna ađ á Rangárvöllum heita Rangárnar Eystri-Rangá og sú vestari Ytri-Rangá. Ţá er ţar talađ um ađ fara út á Selfoss (sem er jú í vestur frá Rangárvöllum). Ađ "fara suđur", hefur ađeins eina merkingu, ţ.e. ađ fara til Reykjavíkur, ţó ţađ sé í hávestur frá Rangárvöllum. Ţetta er víst sagt um allt land. Veit samt ekki hvort ţetta sé sagt í Keflavík. Ţar vćru ţađ hrein öfugmćli ađ segjast ćtla suđur og fara svo til Reykjavíkur.

Davíđ Pálsson (IP-tala skráđ) 10.6.2009 kl. 09:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband