Veðurútlit helgina 12. - 14. júní

hvanneyjarvitiHelgarspá Veðurvaktarinnar 

 

 

Áfram hæglátt veður á landinu og hvorki sérlega hlýtt, né kalt. 

Föstudagur 12. júní:
Hægur vindur á landinu, en þó hægt að tala um að hann verði austan- eða norðaustanstæður yfir landinu.  Skýjað og þoka við ströndina norðanlands og austan, frá Ströndum, austur úr og suður fyrir Hornafjörð.  Með þessu verður sums staðar lítilsháttar rigning eða súld. Hiti varla meiri en 6-10°C.  Vestanlands og á Vestfjörðum ætti sólin að skína og sömu sögu er að segja af Suðurlandi.  Þar reyndar frekar hafgola og bólstraský þegar líður á daginn. Hiti allt að 13-16 °C, einna hlýjast í Borgarfirði og í grennd við Höfuðborgina svo og í uppsveitum Suðurlands.  

Laugardagur 13. júní:
Svipað veður áfram, og hægur austan og norðaustan andvari.  Meiri líkur á að skýjað verði á Vesturlandi og og eins á Suðurlandi og líklegast að sólin nái að skína annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Suðurlandi.  Reynslan hefur þó kennt manni að fátt er erfiðara að eiga við í veðurspám en skýjafar við hægan vind að sumri !  Dumbungur og smá súld við sjávarsíðuna fyrir norðan og austan.  Inn til landsins þó víðast þurrt og eitthvað bjarta verður yfir. Loftið yfir landinu í svalara lagi og hiti vart hærri en 11 til 14 stig að deginum þar sem sólin nær í gegn og ekki nema 4 til 7 stig á landinu að næturlagi.

Sunnudagur 14. júní:
Ekki að sjá neinar markverðar breytingar, í það minnsta er ekki tilefni til að spá breytingum.

Einar Sveinbjörnsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar!

Ég er að velta fyrir mér því ósamræmi sem virðist vera í veðurspá gærkvöldsins og eins í morgun á vedur.is hér fyrir austan en samkvæmt spánni þá sýnist mér að hér hefði átt að vera skýjað og súld eins og er.  En hér á Seyðisfirði er nú um 10 stiga hiti og nánast heiðskírt, hvað sem gerist síðar í dag.  Erum við kannski á mörkum skýjafarsins eins og er?  Eins sé ég að þú bendir á að erfitt sé að meta skýjafar í því veðri sem nú er þ.e. nánast logn.  En vonandi baða sólargeislarnir Seyðisfjörð áfram þrátt fyrir spár um annað !

Með bestu kveðjum,

Ómar B.

Ómar Bogason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:17

2 identicon

Sæll Ómar B.

 Því miður er búið að vera skítkalt á Austfjörðum síðustu daga. Ástæðan er einföld, hafgola, eða blástur af hafi. Hafið á þessum slóðum er varla hlýrra en svona 5-6 C°, og er því hafgolan samfara því. Sumarið byrjaði vel á fjörðunum. Vonandi fer nú eitthvað að hlýna þarna, vonandi fer að blása af landi!

Jóhann Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ómar !

Rétt er að heiðríkt var í morgun austantil á landinu, eins og ég get um í fimmtudagspistlinum á Rás 2, en fljótlega fer að bera á austrænu og þá þyngir að með lágskýjum og jafnvel þoku.  Í raun er fremur lítið um ský í miðlægum og efri lögum yfir landinu og þannig hefur það verið í nokkra daga, en lágskýjabreiður koma utan af hafi og við þær er erfitt að eiga.  Bæði nær sólin nokkuð auðveldlega að bræða slíkar breiður upp á daginn, nái hún yfir höfuð í gegn, en um leið blæs frekar af hafi með lágskýjunum, o.s.frv.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 11.6.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband