15.6.2009
Hámarkshitinn enn ekki náð 20°C á stöð
Þó komið sé fram í miðjan júní hefur hámarkshiti enn ekki náð því að komast yfir 20 stiga markið nokkurs staðar á landinu enn sem komið er. Hitinn hefur í tvígang farið yfir 19°C á Þingvöllum, en það var í maí.
Síðustu árin hefur vart brugðist að einhvers staðar fari hitinn yfir 20°C þá þegar í maí. Fara þarf aftur til sumarsins 1996 að þessu marki hafi ekki verið náð á einhverri veðurathugunarstöð fyrir 17. júní. Í júní 1996 mældist yfir 20 stigum í Norðurhjáleigu í Álftaveri þ. 18. júní og þá 20,6°C
Nánast engar líkur eru á því að nægjanlega hlýtt verði á landinu í dag, en mögulega fer hámarkshitinn í 20°C einhvers staðar norðaustan- og austanlands á morgun þriðjudag, 16. júní. Líklega þykir mér þó samt að það náist ekki. Vart þá heldur á þjóðhátíðardaginn, en í kjölfar hans fer aftur kólnandi á landinu.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1788804
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man ekki eftir svona kaldri júníbyrjun í mörg ár, og tel ég mig hafa gott veðurvit. Hver er skýringin á þessari þróun. Ég vil fá minn snefil af hnattrænni hlýnun :=)
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:02
Samt sem áður er meðalhitinn í Reykjavík yfir meðallaginu, ekki aðeins 1961-1990 heldur líka 1931-1960. Hitinn, það sem af er held ég að sé yfir meðallagi á suður og vesturlandi og ekki mikið undir því annars staðar nema við ströndina á norðaustur og austurlandi. Það er fjærri því að það séu óvenjulegir kuldar ríkjandi. En það vantar líka veruleg hlýindi, það er bara svona tilbreytingarlaust og leiðinlegt lalaástand dag eftir dag sem er samt mjög nálægt meðallagi í hitanum víðast hvar. Og þrátt fyrir þurrviðrið hefur sólinn lítið látið sjá sig í Reykjavik. Hlýir júnímánuðir hafa verið mjög í tísku nokkur ár en nú er líklega breyting á. Og ekki kæmi mér á óvart að allt sumarið verði meira og minna í þessum dúr. Eftir efnahagskreppu kemur veðurkreppa!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.6.2009 kl. 16:29
Sæll vertu Einar!
Takk fyrir fróðlega pistla!
Alltaf jafn gaman að líta við hjá þér.
Kær kveðja úr miðbæ Garðabæjar
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.6.2009 kl. 23:29
Já það er rétt Sigurður meðalhitinn er yfir meðallagi. Það kæmi mér hinsvegar á óvart hef allt sumarið yrði svona. Hvað hef ég fyrir mér í því? Einhver veðurfræðingur niðri í háskóla sagði mér að hitastig sjávar og hlýindi færu saman. Enginn hafís er nálægt ströndum landsins, sjórinn er hlýr og danska veðurstofan spáir því að meðalhitinn verði yfir 1 C° yfir stórum hluta landsins. Ég held að Júlí komi á óvart. Kannski er það óskhyggja.
Engu að síður að þá fer sumarið í Skandinavíu afskaplega dapurlega af stað og kom það meðalannars í fréttum (www.smhi.se) að þetta sé versta sumarbyrjun í 50 ár. Bróðir minn sem býr í Gautaborg hefur fengið rigningu á hverjum degi frá 2. júní - 14. júní og man hann ekki eftir öðrum eins kulda í sumarbyrjun síðan hann flutti út (árið 2000). Þetta er leiðinlegt af því að maí gaf mjög fögur fyrirheit. Fyrirstöðuhæðin, hér í norðurhöfum (m.a. yfir Íslandi) virðist ausa lægðunum yfir vini okkar og frændur í Skandinavíu. Ég vona hans vegna að það verði breyting á.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:01
Mönnum finnst þetta kaldur júní þegar hann er hálfnaður þó hiti sé víða kringum meðallag og sums staðar yfir því. Dagarnir hafa veri óvenju jafnir að hita, kringum meðallagið. Ísland er svo sumarsvalt land að ég held að ef allir dagar sumars yrðu í meðallagi í sólarlitlu veðri fyndist okkur það kalt sumar. Það sem gefur okkur tilfinningu fyrir sumarblíðu er það að hlýir dagar sem víkja talsvert eða verulega frá sólarhringsmeðaltali séu nógu margir jafnvel þó meðalhiti mánaðar sé í meðallagi eða jafnvel undir því. Það eru hlýju dagarnir, jafnvel þegar kaldir dagar eru innan um, sem skapa tilfinningu fyrir sumri og það verður lítil sumartilfinning ef allir dagar eru kringum meðallag, ég tala nú ekki um ef allir eða flestir dagar eru undir meðallagi eins og því miður ber stundum við, einkum auðvitað áður en hlýindin hófust af fullum krafti eftir 1995 en þó mest á þessari öld. Þetta er mín tilfinning og reynsla fyrir þessu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2009 kl. 10:30
Sigurður Þór, ég er að velta því fyrir mér eftir að hafa borið saman ljósmyndir milli ára, að svo virðist sem snjór í fjöllum hér norðanlands sé öllu meiri en um miðjan júní í fyrra og hitteðfyrra. Vitanlega geri ég mér ljóst, að snjór í fjöllum fer mest eftir vetrarákomu, en nú sýnist mér á þeim gögnum, sem ég hef séð, að veturinn hafi varla verið yfir meðallagi hvað úrkomu snertir. Kannski er þetta rangt mat hjá mér. - Að öðru leyti má ég til með að taka fram að síðasta innlegg þitt í umræðuna um meðaltalshitastig "meikar sens" í augum ómenntaðs almúgamanns.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.