Áhrif hafgolunnar á Hćli

Hćll í Gnúpverjahreppi er langt inn í landi og heyrir til uppsveita Suđurlands.  Engu ađ síđur nćr hafgolan ţangađ uppeftir  auđveldlega, jafnvel ţó svo ađ nokkur NA-átt sé í lofti líkt og gerđist í gćr.  Ţegar lesin eru saman línurit vindstyrks, vindáttar og hita sést ţetta glöggt.

 Hćll í Gnúpverjahreppi

Um morguninn er landvindur, áttin ANA-stćđ, en ţetta er hin ríkjandi vindátt á Hćli.  Hitinn hćkkar ört í sterku sólskininu og er komin yfir 20 stig laust fyrir kl. 11 um morguninn.  Um kl. 11 verđur vart hafgolu, vindáttin snýst eins og hendi sé veifađ um nánast 180°og verđur SV-lćg.  Um leiđ lćkkar hitastigiđ og fellur hćgt og rólega ţađ sem eftir lifir dagsins.  SV-áttin helst alveg fram yfir miđnćtti, en er afar hćg undir ţađ síđasta. Ţá um lágnćttiđ snýr vindur sér aftur, fer út fyrir til norđurs og endar í NA-átt líkt og sólarhring fyrr.

Á góđviđrisdögum getur hafgolan náđ lengst upp á hálendiđ.  Ţađ gerđi hún reyndar ekki í gćr, varđ vart skömmu eftir hádegi í Ţjórsárdalnum (Búrfell), en upp viđ Ţórisvatn (Vatnsfell) var NA-áttin viđvarandi í allan gćrdag.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sćll Einar.

Ertu viss um ađ ANA-áttin sé ríkjandi á Hćli?  Ég nefnilega bjó ţar í 17 ár og tók mjög oft veđriđ.  Mig minnir endilega ađ SV-áttin hafi átt vinninginn, eđa jafnvel SA-átt.  Hins vegar getur vel veriđ ađ manni finnist ţađ bara í minningunni.  Ég man hins vegar stundum eftir svona sumardögum.  Ofsalega varđ mađur svekktur ţegar tók ađ kólna aftur eftir hita morgunsins...

Sigurjón, 13.7.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ekki vil ég rengja veđurathugunarmanninn Sigurjón. Ekki gott ađ segja hvađa vindátt hafi vinninginn nema ađ hafa vindrós viđ höndina. Á Suđurlandi er A-átt af einhverju tagi algengust og í uppsveitum mótar landiđ ţannig ađ A-áttin verđur NA-stćđ. Landvindur er í ţađ minnsta mjög algengur í hćglćtisveđri, ekki síst á haustin og veturna ţegar kalt loftiđ "lekur" ofan af hálendi.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 13.7.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Eins og ég sagđi, get ég ekki svariđ fyrir ţađ.  Mér ţykir ekki ólíklegt ađ mađur muni fyrst og fremst eftir útsynningnum vegna úrkomu sem fylgdi honum oft, en austanáttin var yfirleitt ţurrari.

Hitt er líka annađ mál ađ ţegar ég tók veđriđ var engin vindrós viđ höndina og ţurftum viđ ađ ákvarđa vindáttina út frá kennileitum í landslaginu.  Er ţetta orđin sjálfvirk stöđ í dag, eđa er búiđ ađ koma upp fullkomnari búnađi til veđurathugana ţar núna?  Ég hef skömm ađ ţví ađ nefna ađ ég hef ekki komiđ oft heim ađ Hćli síđan viđ fluttum ţađan smáfjölskyldan...

Sigurjón, 14.7.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Í riti Markúsar Á. Einarssonar ''Veđurfar á Íslandi'' er á bls. 113 mynd af vindrós fyrir Hćli fyrir árin 1965-1971, háfísárunum reyndar. Ţar eru norđaustlćgar áttir yfirgnćfandi. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.7.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Ég tók veđur á árunum 1992-2001, en hef engar niđurstöđur nema minniđ (sem er gloppótt), nema ég man ađ ţađ var engin vindrós í minni tíđ (frá 1985 til 2001).

Sigurjón, 14.7.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Sigurjón

Ég hlýt ađ hafa misskiliđ hugtakiđ vindrós og tekiđ ţađ sem orđ yfir vindmćli sem sýnir vindátt.  Ţađ er greinilegt á vindrós VÍ ađ ANA og NA áttir eru ríkjandi á Hćli.  Reyndar eru SV og SSV áttir líka algengar (og ríkjandi í minninu...)

Sigurjón, 15.7.2009 kl. 00:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 1786611

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband