Skeišarį yfir ķ Gķgju er afleišing loftslagsbreytinga

300px-Skeidarįsandur_from_SkaftafellSś stašreynd aš Skeišarį skuli skyndilega hafa brotiš sér leiš til vesturs og renni nś öll fram undan mišjum jöklinum eru stęrri tķšindi en ętla mętti ķ fyrstu.  Skeišarį er mikiš jökulfljót og  Skeišarįrjökull einn mestur skrišjökla nišur af Vatnajökli meš grķšarstórt vatnasviš sem nęr inn į mišjan jökul allt upp aš Grķmsvötnum.

"Skeišarį hefur frį žvķ į 18. öld oftast runniš fram śr krikanum viš Jökulfell žvert fyrir mynni Morsįrdals aš Skaftafellsbrekkum og sušur um sand į svipušum slóšum og nś.  Ķ stórhlaupum hefur hśn žó öšruhverju einnig brotist undan jökli į żmsum stöšum vestar į sandinum, t.d. geršist žaš ķ hlaupunum 1903, 1934 og 1938 og stöku sinnum utan žess.  Žannig flutti įin sig um 4-5 vikna skeiš vestur į sand sumariš 1929 įn žess aš um hlaup hafi veriš aš ręša.Hjörleifur Guttormsson, Įrbók Feršafélagsins 1993, Viš rętur Vatnajökuls.  

Oddur Siguršsson jöklafręšingur sagši ķ frétt ķ Morgunblašinu ķ aprķl 2004 aš įriš 1929 og reyndar einnig 1991 hafi framhlaup veriš ķ jöklinum og viš žaš raskašist rennsliš svo mikiš aš vatniš fann ekki sķna einföldustu leiš. Tilefni fréttarinnar žarna voriš 2004 var einmitt žaš aš žį var einnig hęgt aš ganga žurrum fótum ķ farvegi Skeišarįr um tķma, en jökulfljótiš fann sinn gamla farveg aftur.

skei_kortĮstęša žess aš stęrstur hluti afrennslis Skeišarįrjökuls leitar til austurs og aš sumu leyti einnig til vesturs (Nśpsvötn) en kemur sķšur fram undan mišju jökulsins liggur ķ skeifulögun jökulsporšsins.  Jökulfargiš er žį meira į mišjum jöklinum en til hlišanna og vatniš žrżstist viš žaš til hlišanna.  Einhverju sinni sagši Oddur mér aš śtfall Skeišarįr viš Jökulfell vęri nokkrum tugum metra hęrra en žar sem Gķgjukvķslin streymir fram. Skeifulögun jökulsins sést vel į mešfylgjandi korti sem fengiš er af jaršskjįlftavef VĶ (blįu punktarnir upptök jaršskjįlfta og tengjast ekki žessu efni).

Nś er svo komiš aš Skeišarįrjökull hefur hopaš žaš mikiš og žó einkum žynnst aš fargiš er ekki nęgjanlegt lengur til aš žrżsta afrennslisvatninu til austurs.  Jöklafręšingar hafa um skeiš spįš žvķ aš žetta myndi gerast meš frekar rżrnun jökulsins og fyrir nokkrum įrum var einmitt talaš um aš žaš sem nś viršist vera raunin mundi gerast innan įratugar. Žęr spįr eru nś aš ganga eftir.

Jöklarnir hér į landi nįšu flestir lengst fram ķ lok 19. aldar eftir aš hafa stękkaš įkvešiš nęstu aldirnar žar į undan į tķmabil žvķ sem kallaš er Litla-Ķsöldin og hófst į 14. öldinni.  Skeišarįrjökull er einn af seigu skrišjöklunum, ž.e.a.s. hann bregst seint viš vešurfarsbreytingum.  Skrišjöklar tóku aš hopa almennt um 1930, hef reyndar ekki viš höndina nįnari śtlistun į Skeišarįrjökli, en eftir aš hik ķ hopi og jafnvel framgang frį um 1970-1990 haf jöklar rżrnaš hratt og skrišjöklar hopaš hratt og žynnst sķšustu 15 įr eša svo.

Viš sporšamęlingar skrišjökla sķšasta haust komi ljós aš austurhluti Skeišarįrjökuls hafši gengiš fram, "en ešli hans er ekki jafn hreinskiptiš og annarra jökla" sagši Oddur Siguršsson ķ fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins ķ febrśar sl. (nr.113).  Į sķšustu įrum hefur jökulsporšurinn žynnst talsvert og žaš sjį žeir vel sem hafa jökulinn fyrir augunum daglega t.d. ķ  Skaftafelli.

Ef svo er aš Skeišįrįrjökull hafi rżrnaš nišur aš žröskuldi žeim aš farg hans er ekki lengur nęgjanlegt til aš žrżsta śtfallinu til austurs vęru žaš stórtķšindi, en ég bķš eftir mati jöklafręšinganna, m.a. Odds.

Smķši Skeišarįrbrśar / Myndasafn VegageršarinnarSkeidararbrś mars 2004Skeišarįrbrśin hefur žį lokiš sķnu hlutverki alla jafna, en enn munu žó koma jökulhlaup af völdum jaršhita og eldvirkni og žau ryšjast munu fram undan öllum jöklinum.  Žetta mikla og sögulega mannvirki žjónaši hlutverki sķnu vel og dyggilega ķ 35 įr og litlu mįtti muna aš brśin stęši ekki af sér įföll Gjįlparhlaupsins 1996.  Nś rennur Morsį ein undir brśnna, hśn er ašeins smįlękur samanboršiš viš sjįlfa Skeišarį og vķst er aš umhverfi Skaftafells veršur ekki samt žegar Skeišarį er horfin og ekki verša fleiri feršir fram į varnargaršana til aš dįst af mikilśšleik žessa jökulvatns.        

Į vefnum ķ Rķki Vatnajökuls mį sjį nżjar myndir Reynis Gunnarssonar hjį Vegageršinni į Höfn m.a. af žurrum farvegi Skeišarįr.   


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Įgśst H Bjarnason

Įrnar į Sušurlandi hafa vęntanlega veriš aš flęmast fram og aftur um sandana alla tķš. Sagan um Žrasa Žórólfsson ķ Skógum og Lošmund ķ Sólheimum sem bįšir voru fjölkunnugir mjög. Lesa mį um žrętur žeirra hér.  Žar segir m.a:


"Į sś féll milli landa žeirra er Fślilękur hét, en sķšan Jökulsį į Sólheimasandi. Žessari į veittu žeir hver į annars land sem Landnįma segir; žvķ hvorugur vildi hafa hana nęrri sér. Af žessum veitingum og vatnagangi varš sandur graslaus sem Sólheimasandur heitir og sér žar enn marga farvegi sem įin hefur runniš um ķ žaš og žaš skiptiš.

Loksins sįu žeir nįgrannarnir landaušn žį sem af žessu varš. Svo hagar til aš austan megin Jökulsįr gengur hįls einn ķ Sólheimaheiši frį fjallinu fram meš įnni og heitir hann Lošmundarsęti; en vestan megin įrinnar žar į móts viš ķ nešanveršu Skógafjalli er kallašur Žrasahįls. Fellur svo įin śr gljśfrum milli žessara hįlsa fram į sandinn.

Į žessum stöšvum segja menn aš žeir Žrasi og Lošmundur hafi hafst viš mešan žeir veittust vötnum į enda segir bęši Landnįma og munnmęlin aš žeir hafi sętst žar viš gljśfrin į žaš aš įin skyldi žašan ķ frį renna žar um sandinn sem stytst vęri til sjįvar, og žaš varš.

En svo žykir sem allajafna sé öfugstreymi ķ į žessari og falli önnur bįra aš nešan, andstreymis, žegar hin fellur aš ofan, forstreymis, og segir sagan aš sś ónįttśra įrinnar sé komin af višureign žeirra Žrasa og Lošmundar".

Eša eins og segir ķ Landnįmu:

" ...Žį er Lošmundr var gamall, bjó Žrasi ķ Skógum. Hann var ok fjölkunnigr.
   Žat var eitt sinn, at Žrasi sį um morgun vatnahlaup mikit. Hann veitti vatnit meš fjölkynngi austr fyrir Sólheima, en žręll Lošmundar sį, ok kvaš falla sjó noršan um landit at žeim. Lošmundr var žį blindr. Hann baš žręlinn fęra sér ķ dęlikeri žat, er hann kallaši sjó.
   Ok er hann kom aftr, sagši Lošmundr: "Ekki žykkir mér žetta sjór." Sķšan baš hann žręlinn fylgja sér til vatnsins, - "ok stikk stafsbroddi mķnum ķ vatnit."
   Hringr var ķ stafnum, ok helt Lošmundr tveim höndum um stafinn, en beit ķ hringinn. Žį tóku vötnin at falla vestr aftr fyrir Skóga.
   Sķšan veitti hvįrr žeira vötnin frį sér, žar til er žeir fundust viš gljśfr nökkur. Žį sęttust žeir į žat, at įin skyldi žar falla, sem skemmst vęri til sjóvar. Sś er nś kölluš Jökulsį ok skilr landsfjóršunga. [Ķ žeim vatnagangi varš Sólheimasandr. Žar er fjóršungamót ok Jökulsį į mišjum sandi".

Um žetta leyti, ž.e. į landnįmsöld, voru mikil hlżindi eins og um žessar mundir. Sjįlfsagt hafa fleiri įr en Jökulsį į Sólheimasandi  veriš aš flęmast um sandana į žessum tķma.  Žessi frįsögn ķ Landnįmu er žvķ aš mörgu leyti merkileg.



Įgśst H Bjarnason, 16.7.2009 kl. 11:39

2 identicon

Er žaš misminni mitt, aš dr. Siguršur Žórarinsson hafi tališ aš žessi frįsögn vęri ķ raun lżsing į jökulhlaupi, sem hafi orsakast af gosi undir jöklinum? Mig rįmar ķ aš tališ hafi veriš aš žaš hafi gerst a.m.k. tvisvar frį landnįmi, aš gos hafi oršiš žaš sunnarlega ķ öskjunni, aš hlaupiš hafi fariš nišur undir Sólheimajökli? Kannski er žetta bara rugl og misminni ķ mér.

Žorkell Gušbrands (IP-tala skrįš) 16.7.2009 kl. 17:56

3 identicon

Keyrši framhjį Skeišarįrjökli fyrir viku og ég hef aldrei séš hann svartari, žaš er vęntanlega hlżnunin lķka eša hvaš?

Ari (IP-tala skrįš) 17.7.2009 kl. 03:35

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frį upphafi: 1788788

Annaš

  • Innlit ķ dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir ķ dag: 5
  • IP-tölur ķ dag: 5

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband