Það var nánast með ólíkindum allt að því lognið í gærkvöld, gamlárskvöld. Eins og sést á Íslandskortinu sem hefur gildistíma á miðnætti var veðrið með allra besta móti um land allt. Vissulega gekk á með éljum norðantil og sums staðar var snjómugga, en vindurinn var afar hægur og lognið í Eyjum vekur sérstaka athygli.
Fyrir 10 árum, þ.e. 1996 var veðrið heilt yfir enn betra á landinu. Hægur vindur samfara frostleysu. Úrkomulaust var og stjörnubjart víðast hvar. Þó var skýjað norðanlands.
Í gærkvöldi fór það fór heldur ekki fram hjá manni skömmu eftir miðnætti hvað púðurreykurinn hékk lengi í loftinu, þar sem "náttúruleg loftræsting" var seinvirk í hægum SA-andvaranum.
Mökkurinn koma vitanalega fram í mengunarmælingum Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, en svifryk (PM<10µm) fór í 1.820 µg/m³ kl. 01:30 í mælistöðinni við Grensásveg. Þetta er mun hærra gildi en í fyrra á sömu stöð (hægt að sækja gögn), en þá var toppurinn tæplega 1.000. Lúðvík Gústafsson hjá Umhverfissviðinu var reyndar með eitthvað hærri tölur í fréttum fyrir áramótin.Til samanburðar þykir það hinsvegar mikið þegar gildið fer yfir 500 µg/m³ á dögum þegar uppspænt malbik o.fl. safnast upp á stilltum og umferðarþungum dögum.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | 1.1.2007 (breytt 14.9.2009 kl. 14:29) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1790149
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar