Stormur į Cornwall

14. nóv kl.00 (Met Office)Ķ nótt og morgun gekk yfir óvešur į S-Englandi og fjölmišlar hafa greint frį.  Tjón varš vegna vinds, mestmegnis vegna žess aš tré rifnušu upp meš rótum eša brotnušu.  Eins var sjįvargangur og sķšan rigndi mikiš.  Samkvęmt frétt BBC varš hvassast  į Isle of Wight į Ermasundi um 100 enskar mķlur į klukkustund sem jafngildir (ef mér reiknast rétt til ) 44 m/s.  Um er aš ręša mestu hvišu.

Óvešur žetta fellur ķ flokk nokkurra įlķka sem gerir stundum į sunnanveršum Bretlandseyjum og Bretagneskaga um žetta leyti įrs, ž.e. aš haustinu eša snemma vetrar. Kröpp lęgš berst utan af Atlantshafi ķ ANA-įtt yfir žessar slóšir.  Žęr eiga žaš yfirleitt sammerkt aš dżpka nokkuš snögglega undan Bretlandseyjum og vera ķ tengslum viš mjög strķšan kjarna skotvindsins  sunnarlega į N-Atlantshafi.  Lęgšum af žessari geršinni fylgir oftast mikiš vatnsvešur, enda eimir enn hlżju og röku lofti sunnar undan Spįni og Portśgal.  

Žegar lķšur į veturinn og skotvindurinn heldur sig į svipušum slóšum, aš žį eru bylgjur ķ hįloftavindinum ž.e. skotvindinum gjarnan lengri og lęgširnar žar meš dżpri og mun vķšįttumeiri.  Žessar haustlęgšir eru hins vegar krappari og óvešur stašbundnara.  En vitanlega er allur gangur į žessu.

Picture 277Vešurkortiš er frį Bresku Vešurstofunni, greining 14. nóv kl. 00. Lęgšin sjįlf er ķlöng, žrjįr mišjur greindar, sś ķ mišiš 969 hPa.  Tunglmyndin er frį žvķ kl. 21:02 ķ nótt og fengin frį móttakaranum ķ Dundee.  Skilin eru skörp og krókurinn į žeim undan Ķrlandi er ansi óvešurslegur aš sjį. Éins eru žarna flękjur af stórum klökkum sem bendir til myndarlegs hitafalls ķ noršvesturįtt.       


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansans įri sżnist manni žeir gera rįš fyrir öflugri lęgš žarna undir lok nęstu viku.

http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html

Žorkell Gušbrands (IP-tala skrįš) 14.11.2009 kl. 21:19

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frį upphafi: 1788788

Annaš

  • Innlit ķ dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir ķ dag: 5
  • IP-tölur ķ dag: 5

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband