18.11.2009
"Af völdum lægðar við Ísland"
Djúp og víðáttumikil lægð er í uppsiglinu suður í hafi og nálgast hún landið í kvöld. Henni fylgja skil sem síga inn á landi með A- og síðan NA-átt. Ekkert sérlega tíðindavert við það. Lægð sem þessi fyrir sunnan land á sér fjölmargar systur sem farið hafa svipaða leið að hausti til undanfarna áratugi. Aðfararnótt fimmtudags er því síðan spáð að lægðarmiðjan verði hér alveg ofan í landinu eða jafnvel yfir því, en þá farin að grynnast. Þrátt fyrir það ágætasta veður um mest allt land, síst þó í NA-átt á Vestfjörðum. Milt og einhver væta.
En sökum þess hvað lægð sem þessi er víðáttumikil og áhrifasvæðið stórt, ber hún meginúrkomusvæði sitt sem fylgir aðstreymi hlýja loftmassans yfir Skotland og Norður-England og eins til vesturstrandar Noregs. Á báðum þessum svæðum er nú þegar farið að búa fólk undir stórrigningar og lesa má um á síðum met.office og yr.no. Norðmenn tala um allt að 100-130 mm regns á fimmtudag og föstudag, versta veður þessa árs og ég veit ekki hvað. Bretarnir eru penari í sínu orðavali en gefa skírt til kynna að íbúar N-Englands og hluta Skotlands eigi nú að fylgjast vel með.
Auðvitað verður síðan undir helgi sagt í þarlendum fjölmiðlum að veðrið og rigningin sé af völdum lægðar við Ísland. Sem er út af fyrir sig rétt, en sendingin er hins vegar ekki ættuð héðan heldur af Atlantshafinu með vænum skerfi af háloftakulda frá Kanada og Grænlandi.
En heitir þetta ekki að hengja bakara fyrir smið ?
(Spákortið er frá metoffice og gildir kl. 12 á fimmtudag)
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt helv.. íslendingunum að kenna.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.11.2009 kl. 13:23
Það væri gott að búa í Evrópu ef Ísland hefði aldrei orðið til.
Ellismellur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 14:00
...eða hengja eyju fyrir meginland...
Sigurjón, 22.11.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.