Sá Kristján frá Djúpalćk glitský ?

Djúpilćkur á Langanesströnd/langanesbyggd.isKristján frá DjúpalćkAđ morgni jóladags var endurfluttur í Útvarpinu yfir 20 ára gamall ţáttur, ţar sem rćtt var viđ fólk um jólahald ađ fornu og nýju.  Međal annars var rćtt viđ skáldiđ Kristján frá Djúpalćk um ćskujól á heimslóđum hans á Langanesströnd.  Sú sveit er viđ ysta haf viđ Bakkaflóa sunnan Langaness og telst vera nyrsti hluti Norđur-Múlasýslu.  Kristján frá Djúpalćk var fćddur 1916 og hann lést 1994. Hann orti mörg ţekkt ljóđ og kvćđi og ljóđţýđingar hans í barnaleikritum Torbjörns Egner eru alkunnar.  Af ljóđum sem tengjast jólum er Hin fyrstu jól viđ lag Ingibjargar Ţorbergs lang ţekktast.  Um lífshlaup Kristjáns frá Djúpalćk má lesa hér

2004_12_21_02_01_350.jpgÍ útvarpsviđtalinu viđ Sigríđi Guđnadóttur lýsti Kristján sýn sem hann sá á himni ţegar hann var á sjötta aldursári.  Hún var nokkurn veginn svohljóđandi: "Eitt atvik var ţađ ađ ég var úti á ađfangadag og sá á suđvesturhimni ákaflega stórt og fallegt ský í öllum regnbogans litum á heiđríkum himni.  Ađeins ţetta eina ský og ţađ var eins og skip sem sigldi yfir himinninn.  Og bróđir minn elsti komu út og ég spurđi hvađ ţetta vćri.  Eru ţetta jólin, er ţetta skip jólanna ?  Já sagđi hann, ţetta eru nú jólin.  Ţá varđ ég ákaflega sorgbitinn ţegar ég sá ađ skýiđ hélt áfram, fór hjá og lenti ekki á hlađinu heima og ég varđ ákaflega hryggur"

Kristján orti um atburđ ţennan kvćđi sem kallast einfaldlega Jól.  Í viđtalsţćttinum las hann kvćđi sitt sem lýsir hlutgerđ jólanna í hinu fagra skipi og vonbrigđi barnsins ţegar ţau  sigla fram hjá og hverfa sjónum. 

Ekki er ađ efa ađ heima af hlađinu á Djúpalćk ţennan ađfangadag sá hinn fimm ára gamli Kristján Einarsson glitský hátt á suđvesturhimninumGlitský eru ekki eiginleg ský. Ţau myndast í heiđhvolfinu og eru gjarnan í um 15- 30 km hćđ.  Ţau sjást helst um miđjan vetur skömmu eftir sólarupprás eđa fyrir sólarlag og myndun ţeirra tengist miklum háloftkulda.

Myndin af glitskýinu sem hér fylgir var tekin 20. des. 2004 og birtist á ţingeyska vefnum Skarpur.is. Ţađ ţarf ekki mikillar örvunar ímyndunarafls hjá barni ţegar slík litadýrđ birtist skyndilega á himni.  Engin voru ţá ljósin önnur en ţau sem loguđi á kertum.

rslp19211224_945796.gifEins og fyrr greinir var Kristján á sjötta aldursári.  Ţetta hefur ţví veriđ ađfangadagur 1921.  Stađa veđurkerfa kemur heim og saman viđ ţessar lýsingar. Útsynningsveđrátta er á landinu og ţví heiđríkt eđa ţví sem nćst norđaustanlands eins og títt er í slíku veđurlagi.  Kortiđ sýnir ađ lćgđ hefur veriđ viđ Grćnland og eindregin SV-átt á landinu.  Engar upplýsingar er hins vegar ađ hafa um hitafar háloftanna, en í sjálfu sér er ekkert sem mćlir gegn ţví ađ sjá hafi mátt til glitskýja ţennan dag um norđaustanvert landiđ. 

Á varinhellunni heitir bók sem geymir bernskumyndir Kristjáns frá Djúpalćk frá Langanesströndum og kom út hjá Skjaldborg áriđ 1984  Ţar er ţessi frásögn fćrđ í letur. Kvćđiđ hans góđa, Jól, á ég hins vegar ekki á prenti.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband