Í morgun þegar tölur bárust frá mælingamönnum Veðurstofunnar kom í ljós að mæld snjódýpt var sums staðar svipuð og hún er um miðjan vetur. Mest reyndist hún vera við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum eða 80 sm. Þá var hún áætluð 56 sm á Staðarhóli í Aðaldal, á svipuðum slóðum og skólahald hefur verið fellt niður vegna ófærðar. Þá frétti ég sjálfur að í Ólafsfirði sé um 50 sm snjór yfir öllu. Þar mældist líka mest úrkoma síðasta sólarhringinn eða 49 mm. Í þessur hriti hefur úrkomana mælst mest á rúmlega tveimur sólarhringum 90 mm og í Ólafsfirði 89 mm. Ég hef ekki tölur frá Skeiðsfossvirkjun enn. Öll þessi úrkoma hefur fallið sem snjór. Aðfaranótt gærdagsins var úrkomuákefðin mest á Austufjörðum, en mikið til sem slydda þar á láglendi.
Fannfergið þarna á þessum tíma er að sjálfsögðu afar afbrigðilegt eins og margt annað í þessu kuldakasti.
Enn mun snjóa, mest í útsveitum norðanlands næsta sólarhringinn eða svo, en síðan gera spár ráð fyrir að sloti þó niðurlög N-áttarinnar séu enn ekki að fullu ráðin.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | 24.5.2006 (breytt 21.9.2009 kl. 10:46) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1789195
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rabbi !
Ég held nú að sumarið komi á endanum og því hefur meira að segja verið spáð nokkuð hagfeldu loks þegar það mun láta sjá sig. Svo er það alltaf álitamál hvernig skilgreina eigi "ekkert sumar"
Einar Sv.
Einar Sveinbjörnsson, 25.5.2006 kl. 00:38