Á landsyfirliti Veðurstofunnar eftir veðurathuganir kl. 18 mátti lesa að mestur hiti á landinu hefði orðið 38,0°C Á Raufarhöfn. Þetta er vitanlega helber vitleysa, þó vissulega hefði verið ákaflega ánægjulegt að sjá svo hátt hitastig hér á landi og sérstaklega á okkar ágætu stöð, Raufarhöfn. Þarna er greinilega um innsláttarvillu að ræða hjá veðurathugunarmanni, frekar en skekkju í álestri á mæli. Til þess er skekkjan of stór. Það er hins vegar bagalegt að sjá augljósa villu eins og þessa rata inn á yfirlitin, í stað þess kerfið nái að taka til hliðar grunsamlegar mælingar, sem leiðréttar eru eftir á. Sjálfvirki mælirinn á Raufarhöfn sýndi hæsta hita +9°C í dag, svo kannski hefur álesturinn á hámarksmælinn verið 8,3°C og sú tala farið í veðurathugunabókina, en fingurnir síðan skautað á lyklaborði tölvunnar þegar skeytið var sent. En þetta er nú bara mín tilgáta.
Mynd: Raufarhöfn. Ljósm. Mats Wibe Lund
Á yfirlitinu hér að neðan sést að hlýjast hefur orðið annars vegar á Tjörnesi (Mánárbakki og Húsavík) og síðan hins vegar við Patreksfjörð og nágrenni. Mér finnst það nánast heyra til mikilla tíðinda að sjá 19,9°C á við vitann á Bjargtöngum, vestasta stað landsins sem ævinlega er kaldranalegur í það minnsta þegar ég kem þangað. Fróðlegt hefði verið til samanburðar að hafa enn mælingar í Breiðavík, en þar var stöðin aflögð fyrir nokkrum árum svo og í Kvígindisdal. Á Lambavatni á Rauðasandi fór hins vegar í sléttar 19°C. Allir þessir staðir tilheyrðu Rauðasandshreppi eins og hann var hér áður. (ekki þó viss með Kvígindisdal).
[ Listi keyrður út kl.19:39 þann 02.06.2007 - Gögn miðast við kl. 18 - frá mönnuðum og sjálfvirkum stöðvum. ]
************ Varðandi skeytastöðina Reykjavík m.v. daginn í dag kl.18 ******
Mesti hiti í Reykjavík í dag var 15,8°C
Í Reykjavík mældist 0 mm úrkoma í dag
*** Mestur hiti (minnst frost) á landinu var (f.o.m. 09 í morgun t.o.m. 18 í dag) ***
láglendi 38,0 °C Raufarhöfn ......... fjöll 15,0 °C Bolungarvík - Traðar
láglendi 20,4 °C Mánárbakki sjálfvirk fjöll 14,8 °C Seljalandsdalur ....
láglendi 19,9 °C Bjargtangar ........ fjöll 14,6 °C Grímsstaðir ........
láglendi 19,8 °C Húsavík ............ fjöll 14,0 °C Möðrudalur sjálfvirk
láglendi 19,7 °C Mánárbakki ......... fjöll 13,9 °C Kolka ..............
láglendi 19,5 °C Patreksfjörður ..... fjöll 13,0 °C Ólafsfjörður - Tinda
** Mest úrkoma á landinu var (á skeytastöðv
Flokkur: Vísindi og fræði | 2.6.2007 (breytt 10.9.2009 kl. 09:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1790141
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð spaugileg villa
Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:02