Í veðurfarsyfirliti Veðurstofunnar fyrir ágústmánuð og sumarið það sem af er (sumar Vesðurstofunnar er skilgreint frá júní - sept) kemur fram eitt og annað athyglisvert að venju. Það markverðasta er þó það að mínu mati að hinn rigningarsami landshluti Suðausturland var þurrari í sumar en áður eru dæmi um. Á Fagurhólsmýri vantaði þannig nokkuð upp á lægstu úrkomusumma þessara mánaða frá 1958 og ná mælingar þó allt aftur til 1921. Í yfirlitinu stendur líka þetta:
"Aðeins vantaði 10 mm upp á meðalúrkomu í Reykjavík, því fyrstu 10 dagar júnímánaðar og síðustu 10 dagar ágústmánaðar voru mjög votviðrasamir. Þarna á milli leynist langt úrkomulítið tímabil."
Ég útbjó einfalt graf hér að neðan af uppsafnaðri úrkomu í Reykjavík sem sýnir þetta vel. Fyrstu dagana í júní rigndi dálítið, en lítið eftir það næstu vikurnar. Eftir ca. 20. ágúst gerir síðan hressilega vætu og upp undir helmingur sumarúrkomunnar fellur þá. Reyndar helst til seint fyrir sumargróandann að flestra mati.
Þess má geta að það sem af er september hafa fallið af himnum ofan um 44 mm í Reykjavík (6. sept kl.09). Það er um 2/3 meðalúrkomu septembermánaðar. Miðað við veðurútlitið nú verður rigningarmeðaltalinu nær örugglega náð fyrir miðjan mánuð og líkast til eitthvað fyrr.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | 6.9.2007 (breytt 7.9.2009 kl. 18:51) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 1791091
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og ég sagði, að september yrði eins og blaut tustka framan í andlit sumarins. Þetta er auðvitað bara grís hjá mér en þó ekki meira grís en gerist og gengur á Dalvík.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2007 kl. 01:28