Í vikunni þreyttu 10. bekkingar samræmd próf, m.a. í samfélagsfræði. Þar eru ævinlega nokkrar veðurspurningar og á prófinu í fyrra var eins nokkuð snúin sem ég gerði hér að umtalsefni og varðaði veðurfarið í Perú.
Í ár voru veðurfræðispurningarnar nokkuð hreinar og beinar. Hér fylgir ein sem gæti vafist fyrir fólki, ekki síst óhörðnuðum unglingum. Setti upp skoðanakönnun hér til hliðar með svarmöguleikunum. Endilega takið þátt, en sleppið allavega í bili rökstuðningi (í athugasemdum) sem leiðir aðra til rétt svars .)
Flokkur: Vísindi og fræði | 10.5.2008 (breytt 30.8.2008 kl. 18:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1790285
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var ein af þeim sem tók prófið. Verð að segja að ég giskaði, man aldrei eftir loftslagsritunum og skilgreiningum á þeim
giskaði á Egyptaland eftir að hafa útilokað einungis Kanada. Stend mig betur í sögunni. Gaman að finna eitthvað varðandi prófin.
Valgerður Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 23:42
Ég held ég hefði líka sagt Egyptaland.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.5.2008 kl. 09:54
hmm, eða er líklegra að þetta sé Brasilía...?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.5.2008 kl. 10:06
ég held að þetta sé Brasilia,það er monsson tíð í Asíu á haustinn.
Andri (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:28
Heppilegt að mega sleppa rökstuðningi. Ég held að þetta sé Brasilía.
Berglind Steinsdóttir, 11.5.2008 kl. 14:41
Reikna með Kanada :-)
Steinunn (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:43
Þetta liggur í augum uppi en menn voru beðnir um að sleppa því að afvega leiða aðra!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 15:52
Reikna með G
Lilja Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:52
Sæll Einar
Ég hef undanfarið gagnrýnt námsefni í náttúrufræði sem nemendur verða að lesa undir samræmt próf í náttúrufræði. Einnig próf undanfarinna ára en það er árviss viðburður að ein eða fleiri spurningar séu beinlínis rangt hugsaðar. Einnig er algengt að spurningarnar eigi ekkert skilt við það efni sem farið er yfir.
Í nýlegri færslu tek ég fyrir prófið í ár en það var verulega þungt. Námsefnið er verulega þungt og yfirgripsmikið og því engin ástæða til að hafa prófið svona erfitt. Þetta leiðir eingöngu til þess að færri nemendur treysta sér á náttúrufræðibrautir í framhaldsskólum, ég tel að við þurfum einmitt frekar að fjölga þeim sem velja sér raunvísindi.
Í mínum huga er það virðingarleysi við bæði nemendur og kennara að verulegt misræmi sé milli prófa og þess efnis sem er í þeim kennslubókum sem lagðar eru til grundvallar. Villur í prófum eiga ekki að sjást.
Kristjana Bjarnadóttir, 11.5.2008 kl. 18:59
Sæll Einar. Hvernig verður veðrið í sumar? :)
Anna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:09
Þetta er svosem góð og gild spurning, en mér finnst að það ætti að leggja aðaláherslu á veður við og á Íslandi.
Það er ógnvekjandi að uppgötva að íslenskir unglingar skuli ekki gera sér grein fyrir hvaða veður fylgja þeim veðurkerfum sem berast upp að landinu úr suðvestir. Þau hafa almennt ekki hugmynd um hvaða áhrif það hefur á veður á landinu ef t.d. lægð kemur upp milli Grænlands og Íslands, eða þá ef hún fer austan við land. Hvað þá að þau viti hverskonar veðurlag fylgir td heitum skilum.
Kveðja.
Bjössi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:04
Braselía
albert (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:51
Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Við miðbaug er hitastig stöðugt allt árið. Brasilía er eina landið sem miðbaugurinn snertir (rétt nyrst í landinu, ef mig misminnir ekki). Egyptaland nær að vísu nokkuð langt suður, en þó ekki að miðbaug. Úrkomutölurnar passa þar að auki ekki við eyðimörkina þar. Líklega er hér einfaldlega verið að fiska eftir því,
a) hvort nemendum sé kunnugt um legu landanna og
b)þá staðreynd að meðalhiti við miðbaug lýtur ekki venjulegum árstíðasveiflum eins og við þekkjum þær.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:13
Egyptaland, augljóslega
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 18:04
Ég segi Kína
Sigrún Óskars, 13.5.2008 kl. 21:15
Ég hef af því spurnir hér innanhúss að nemendur höfðu heimskort sér við hlið þegar þeir svöruðu spurningunni. Það hefði komið að notum, ef minnið hefði brugðist, sem þó hefði ekki hent Áskel Örn sbr. athugasemd 13 hér að ofan. Gaman væri reyndar að sjá hvernig nemendur svöruðu þessu - og bera saman við vefkönnunina hér!
Ragnar Ólafsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:44