Rannsóknir við NASA´s Goddard Intitute for Space Studies leiða í ljós að eldgosið í Laka 1783 hafi haft í för með sér miklar breytingar á hringrás andrúmslofsins á norðurhveli jarðar. Þannig hafi hita- og úrkomufrávik verið sumarið 1783 með þvílíkum ólíkindum og haft áhrif meira að segja mikil áhrif á Nílarfljót í Afríku.
Þekkt er í sögnum að brennisteinsmóðan sem lagði frá eldsprungunni á Síðuafrétti suður um alla Evrópu sumarið 1783, hafi haft þær afleiðingar að stórlega dró úr innngeislun sólar. Yfir landi var hiti um 3°C lægri en venjulega, þ.e. þegar hann er endurreiknaður með tölvulíkönum. Kólnun af slíkri stærðargráðu hafði það í för með sér að uppskera brást að verulegu leyti um mikinn hluta álfunnar. Vesælir trjáhringir bæði frá Alaska og Síberíu fyrir þetta sumar staðfesta "sjokkið" í sumarhitanum.
Í Nílarfljóti lækkaði vatnsborðið mjög þetta afdrifaríka ár þegar Lakasprungan spúði eldi og eimyrju. Að mati vísindamanna við NASA stofnununina brást úrkoman á Sahel svæðum Afríku, en þar eru að megninu til uppdragslönd Nílarfljóts í Súdan og Eþíópíu. Hið lága hitastig yfir landsvæðum Evrópu og Asíu dró úr þeim mikla hitamun sem venjulega er til staðar á milli megnlands Evrasíu og hafsvæða Atlantshafs og Indlandshafs. Það er einmitt þessi hitamunur sem knýr áfram monsúninn, þ.e. bæði Indlands- og Afríkumonsúninn. Þegar hitastigið lækkaði yfir meginlandinu vegna móðunnar vantaði driffjöður monsúnssins, þ.e. hina víðáttumiklu og afdrifaríku hafgolu sem færir úrkomu inn á Sahel svæði Afríku og til landsvæða Asíu sunnan Kákasus- og Himalaifjalla.
Líkön vísindamannana gefa einnig til kynna að hitastig Sahel svæðanna, Arabíuskagans og Indlands hafi hækkað um 1-2°C þetta sumar vegna veikingar monsúnsins. Slíkt hefur í för með sér að minna verður um ský og loftið þurrara og fyrir vikið hækkar hitinn einmitt þarna þó svo að kólnað hafi norðar.
Vatnsborð Nílarfljóts er þekkt og skráð langt aftur í tímann. Fyrstu heimildir eru frá því um 600 árum fyrir Krist. Tekið er fram í grein NASA að árið 983 e.kr. hafi einnig orðið vatnsþurrð í Níl. Varla er það tilviljun nema fyrir þær sakir að það ár varð stórgos í Eldgjá ! Þriðja árið sem tengist lágu vatnsborði þessa stórfljóts N-Afríku er 1912. Þá gaus Mount Katmai í Alaska. Luke Oman við Rutges University, New Brunswick segir að innan við 3% líkur séu á því að hrein tilviljun ráði þarna för !
Enda kemur í ljós í þessari rannsókn að mikil eldgos norðarlega á hnettinum hafi aðrar afleiðingar í för með sér á veður en stóru sprengigosin sem verða nærri miðbaug. Þau síðarnefndu hafa áhrif til breytinga á munstri stóru veðurkerfanna að vetri til, en meðan þau norðlægu virðast helst breyta veðurlagi á sumrin, þegar inngeislun sólar á hinum víðáttumiklu meginlöndum hefur allsráðandi áhrif á veðurhringrásina.
Þetta þykja mér afar fróðlegar og merkilegar niðurstöður um áhrif hins mikla eldgoss við Laka 1783-1784. Vert er að þakka Jósefi Hólmjárn á Veðurstofunni fyrir sendingu þessarar áhugaverðu rannsóknar til mín. Hér er síðan tengill á síðu frá Hunkubökkum á Síðu þar sem segir dálítið frá gosinu og afleiðingum þess. Þar er líka fræg frásögn Benjamin Franklin af móðunni en hann var staddur í París þetta sumar.
Meginflokkur: Veðurfarsbreytingar | Aukaflokkur: Lengri greinar úr ýmsum áttum | 21.11.2006 (breytt 14.9.2009 kl. 14:48) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1790124
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, ekki vissi ég að þetta hefðihaft svona víðtæk áhrif. Stórmerkilegt.
Birna M, 22.11.2006 kl. 12:36
Sæll Einar.
Smá innlegg í umræðuna um áhrif eldgosa á veðurfar:
Var það gríðarmikið eldgos, halastjarna, loftsteinn, eða eitthvað annað sem orsakaði "kjarnorkuveturinn (nuclear winter)" ca 536-540? Um það er fjallað hér:
REASSESSING THE MYSTERY CLOUD OF AD 536 http://www.staff.livjm.ac.uk/spsbpeis/Antti-Arjava.htm
og umræður:"THE AD 536-540 MYSTERY: GLOBAL CATASTROPHE, REGIONAL EVENT OR MODERN MYTH?" http://www.staff.livjm.ac.uk/spsbpeis/AD536-CCNetDebate.htm
Eldgos? The sixth century climatic catastrophe told by the ice cores
by Lars Berg Larsen
Department of Geophysics, University of Copenhagen http://atlas-conferences.com/c/a/i/q/21.htm (...From the chemical record we identify a volcanic eruption and we estimate the magnitude of the eruption and a possible location. ...)
---
Annað: Er hægt að greina áhrif Móðuharðinndanna á þessum hitaferli (Central England temperature 1659-2000)?
Ágúst H Bjarnason, 22.11.2006 kl. 15:41
Meira um Laka og Níl:
Faraway Volcanoes Shrunk the Mighty Nile
By Sara Goudarzi
LiveScience Staff Writer
posted: 21 November 2006
http://www.livescience.com/environment/061121_eruptions_nile.html
"Volcanic eruptions on Iceland generated a cascade of events that led to record low levels of water in the Nile River in Africa and brought famine to the region more than two centuries ago, a new study concludes...."
Ágúst H Bjarnason, 22.11.2006 kl. 15:50
Sæll Ágúst !
Þessi grein á livescience er að stofni til sú sama og ég styðst við. CAT línuritið er athyglisvert í þessu sambandi. Kalda sumarið 1783 kemur þar ekkert sérlega vel fram. Ég man ekki til þess að hafa heyrt þess sérstaklega getið þar að hafi verið sérlega kalt, en höfum líka hugfast að línuritið sýnir árleg hitagildi og þrátt fyrir móðuna og áhrif hennar til hitlækkunur um sumarið og fram á haustið í Evrópu, hefur varminn engu að síður haldist að mestu í hafinu og N-Atlanshafsstraumurinn ekki tapað sínum hitaeinkennum geri ég ráð fyrir. Mera þarf til. Þar af leiðandi er hætt við að frávik sumarsins jafnist út á ferlinum, sem er þó vissulega í kaldara lagi þessi árin.
Annars þykja mér þessar eldgosapælingar ætíð spennandi, ekki síst áhrif stóru sprengigosana við miðbaug sem hafa áhrif á logslag allrar jarðarinnar í mánuði eða ár á eftir, þar sem mikið magn gosefna berst upp í heiðhvolfið. Tamboragosið 1815 er nærtækast þessara stórviðburða.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 22.11.2006 kl. 21:53