Hér gefur að líta veðurkort af Íslandi í dag kl. 18 eins og við veðurfræðingar erum vanir að nota dags daglega (tvísmellið til að stækka). Stöðvarnar eru ýmist þessar sjálfvirku, sem réttilega skynja ekki það veður sem er hverju sinni (aðeins vind, hita-, raka og þrýsting). Sjálfvirku stöðvarnar eru auðkenndar með þríhyrningi. Síðan eru það mönnuðu stöðvarnar sem senda SYNOP skeyti til Veðurstofunnar. Miðja þeirra er hringur sem jafnframt gefur til kynna skýjahuluna.
Sjá má að rigning eð súld er á athugunartíma á nánast öllum stöðvum. Aðeins er úrkomulaust á Egilsstaðaflugvelli og á Dalatanga þar sem hefur verið þoka á síðustu klst. Reyndar er Egilsstaðaflugvöllur kokteill sjálfvirku stöðvarinnar sem þar er og veðurathugunar í flugkerfinu.
Einn punktur í rigningu (vinstra meginn við hringinn) er minniháttar rigning, tveir punktar lítilsháttar til miðlungs, þrír miðlungs eða nokkuð áköf og fjórir punktar mikil rigning. Á Reykjum í Hrútafirði er úrkoman gefin til kynna með þeim hætti í athugun kl. 18.
Úrkomumagnið var mest í dag frá kl. 09 til 18 á Eyrarbakka, 31 mm af mönnuðu stöðvunum og næst mest í Stafholtsey í Borgarfirði, 22 mm. Úrkoman var meiri á allmörgum stöðvum þar sem eru sjálvirkir úrkomumælar. Meira um það á morgun.
Hér er slóð á síðu Veðurstofunnar þar sem má nálgast Íslandskort eins og þetta á þriggja klst fresti.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | 21.7.2008 (breytt 26.8.2009 kl. 14:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1789953
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veðja á rigningu út júlí og ágúst styttir upp fyrripart september og þá byrja haustrigningar.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.7.2008 kl. 22:28
Ég tel að það verði vætusamt um sunnan og vestanvert landið að ágústbyrjun en þá fer að létta til og haustrigningarnar byrja ekki fyrr en í síðustu viku september mánaðar
Jóhann Grétar Kröyer (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:35
Sæll Einar. Geturðu fundið tunglmyndir af mold/sandrokinu á Austurlandi í dag? Það væri fróðlegt að sjá hvar upptök þessa efnis eru. Er þetta að stóru leyti frá upptökum Jökulsár á Fjöllum eða er þetta af bökkum Hálslóns. Allavega er skyggnið hér á Egilsstöðum mjög slæmt, sólin horfin og Fjarðarheiðin sést ekki, svo dæmi séu tekin.
Þorbjörn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:21
Nokkurn veginn sammála nr. 1 og 2, nema að ég segi að það muni rigna svo til stanslaust fram í seinni part ágúst, þá styttir upp í ca. 10 daga, en eftir það byrja svo haustrigningar sem verða látlausar þangað til í lok okt. en þá kemur öflugt norðanáhlaup og fyrstu snjóarnir.
Eftirmæli sumarsins 2008 verða því - ekkert sérstakt; sólarlítið, vætusamt og frekar rysjótt, ekki ósvipað og sumarið 1988.
Þórólfur D. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:41