Helgarspį Vešurvaktarinnar
Heilt yfir góšar horfur um helgina sér ķ lagi į sunnudag. Hęgvišrasamt, en vindur veršur noršaustlęgur undir lokin. Fremur milt, en žó engin sérstök sumarhlżindi.
Föstudagur 31. jślķ:
Hęgur vindur į landinu, en žó NA- og N strekkingsvindur į Vestfjöršum og į Vesturlandi. Vindurinn žar fer minnkandi eftir žvķ sem lķšur į daginn. Smįsśld viš Hśnaflóann og sums stašar śti viš sjóinn noršanlands og eins minnihįttar śrkoma austanlands seint um daginn. Annars veršur aš mestu skżjaš į landinu, einna helst bjartvišri sušvestanlands. Ķ uppsveitum Sušurlands og sunnanveršu hįlendinu mį bśast viš skśrum sķšdegis. Hiti allt aš 15 til 18 stig sunnan- og sušvestanlands, en annars lengst af 9 til 12 stig.
Laugardagur 1. įgśst:
Hęgvišrasamt į landinu og vķša hafgola. Utan noršanveršra Vestfjarša og utantil viš Hśnaflóann žar sem gert er rįš fyrir sśld eša smį rigningu ętti aš sjįst til sólar vķšast hvar. Žó eru horfur aš heldur žyngi aš austan- og sušaustantil į landinu eftir žvķ sem lķšur į daginn. Žaš er aš sjį aš hagstęš skilyrši verši fyrir myndun fjallaskśra sķšdegis, einkum sunnan- og sušvestanlands. Ašalatrišiš er žó aš vindur veršur hęgur, sólarglennur a.m.k. vķšast hvar og hiti 14 til 18 stig yfir mišjan daginn. 5 til 9 stig um nóttina.
Sunnudagur 2. įgśst:
Svo er aš sjį aš lęgš sem litlu mį muna aš komi hér viš į leiš sinni noršaustur um haf, fari hjį og hafi engin įhrif hér į landi. Léttir til um noršvestanvert landiš og gera mį rįš fyrir hinu besta vešri vķšast hvar. Vindur örlķtiš austanstęšur sem bżšur jafnframt hęttunni heim į Austfjaršažoku. Vešur heldur hlżnandi almennt séš į landinu og allt aš 18 til 19 stiga hiti vestan- og sušvestanlands og sennilega einnig noršantil į landinu.
Mįnudagur 3. įgśst:
Vindur įkvešnari af noršaustri og auknar śrkomulķkur noršan- og austanlands. Aš sama skapi er sennilegt aš śrkomulaust og bjart verši sunnanlands og vestan. Fremur milt loft yfir landinu.
Einar SveinbjörnssonVešurspįr | Breytt 26.8.2009 kl. 13:02 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2009
Snjóél ķ Reykjavķk ?
Eitthvaš hefur hefur nś athugunarmanni į Vešurstofunni oršiš fótaskortur į lyklaboršinu og gefiš upp snjóél ķ staš žess aš segja aš skśraš hafi veriš ķ 13 stiga hitanum.
Svona nś getur alltaf gerst, en verra aš villan rati alla leiš śt į netiš !
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:02 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2009
Afar žurrt um vestanvert landiš
Nś veršur aš teljast frekar lķklegt aš śrkomusumman ķ jślķ nįi ekki sķnu lęgsta gildi ķ sögu męlinga ķ Reykjavķk. Ķ morgun reyndist sólarhringsśrkoma ekki vera nema 0,1 mm, žrįtt fyrir vonir margra um meiri bleytu. Samanlögš śrkoma er žvķ oršin 6,8. Minnsta jślķśrkoma til žessa ķ Rvk. er 13,2 mm, en svo žurrt var 1958. Ķ eldri męlingum sem geršar voru um 20 įra skeiš undir lok 19. aldar mį finna gildi upp į 8,1 mm frį jślķ 1888.
Um vestanvert landiš hefur veriš sérlega žurrt žaš sem af er sumri. Į Brjįnslęk į Baršaströnd annast Ragnar Gušmundsson og fjölskylda hans śrkomuathuganir fyrir Vešurstofuna. Ķ spjalli mķnu viš hann sagši hann aš varla hefši rignt ķ sinni sveit svo heitiš geti sķšan dagana 20.-22. jśnķ. Žį kom megniš af žeim 14,7 mm sem féllu ķ jśnķ. Žaš sem af er jślķ eru žetta 5,4 mm sem komiš hafa į Brjįnslęk. Stórsér į gróšri og tśn sum oršin heišgul af žurrki.
Ragnar segir aš helst sé rigningar aš vęnta ķ sunnan- og sušvestanįtt. Vindur hefur nęr ekkert veriš śr žeirri įttinni. Ķ austan- og noršaustanįtt, leggi oft bakkana af Hśnaflóanum yfir Gilsfjörš og Reykhólasveit, en žar fyrir vestan sé sķšan alveg žurrt. Ķ noršanįtt er sķšan alla jafna śrkomuskuggi į Baršaströndinni.
Vešurfar į Ķslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:03 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)
Of snemmt er aš spį af nokkru viti um vešur um nęstu helgi frį degi til dags og ķ smįatrišum. Hins vegar mį tślka fyrirliggjandi langtķmavešurkeyrslur gróflega og meta horfur um vešriš um helgina ķ heild sinni.
- Miklar lķkur eru į žvķ aš vindįtt verši į milli noršurs og austurs frį föstudegi til mįnudags.
- Litlar sem engar lķkur eru į žvķ aš rķkjandi vindįtt verši sunnan- eša vestanstęš.
- Talsveršar lķkur eru į žvķ aš öll śrkomusvęši sem orš eru į gerandi verši fjarri landinu.
- Litlar lķkur eru į žvķ aš kalt verši ķ vešri og lķka er fremur ólķklegt aš veruleg sumarhlżindi verši ķ loftinu žessa daga.
- Mun meiri lķkur eru į žvķ aš vešur verši hęglįtt, heldur en vindasamt.
Mesta óvissan eins og svo oft įšur lżtur aš skżjafarinu, breytileika žess og śrkomuhorfum ķ einstökum landshlutum svo ekki sé nś talaš um hvern staš fyrir sig. Fķnni dręttirnir mótast hins vegar eftir žvķ sem nęr dregur.
Vešurspįr | Breytt 26.8.2009 kl. 13:03 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009
Vešurspįr frį Finnlandi
Finnska vešurfyrirtękiš Foreca ķ Helsinki er meš įgętar spįr į vef sķnum fyrir allmarga staši hér į landi. Hęgt er aš slį inn nöfn flestra žéttbżlisstaša og fį spįr. Žessar spįr Foreca hafa śtlitiš fram yfir yr.no aš mķnu mati. Myndmįliš er sérlega skżrt og spįrnar aušveldar ķ notkun. Gallarnir eru žó nokkrir m.a. sį aš vešurathugun er sótt til nęstu stöšvar af žeim sem sendar eru śt į alžjóšanetiš. Ķ sżnishorninu hér frį Breišdalsvķk er mišaš viš Egilsstaši sem eru nś ekki Breišdalsvķk
Žegar fariš er inn į vefsvęšiš er įgętt aš byrja į žvķ aš stilla, t.d. į ķslensku, en žżšingin er ekki alveg lżtalaus. Eins er sjįlfgefinn vindhraši ķ km/klst, en honum er aušvelt aš breyta. 10 daga tįknmyndaspįin sżnir hįmarks og lįgmarkshita en meš žvķ aš smella į ķtarlegt koma fram żmis spįgildi į 3ja klst. fresti. Einhverra hluta vegna viršist oršiš žoka vera nįnast sjįlfgefiš ķ nęturspįm sé į annaš borš skżjaš. Žetta telst til galla, en hins vegar er žarna įhugaverš nżjung žar sem gefnar eu upp śrkomulķkur.
Žó ekki sé hęgt aš finna um žaš upplżsingar į heimasķšu Foreca hvernig spįrnar séu unnar mį fullvķst telja aš spįgildin séu sótt ķ nęsta reiknipunkt ķ hnattręnu lķkani t.d. ECMWF eša GFS. Žannig eru spįr hjį yr.no geršar fyrir svęši utan Skandinavķu. Žaš er engin Kalmansķun eša ašrar ašgeršir sem miša aš stašbundinni ašlögun. Stašaspįr Vešurstofunnar eru hins vegar flestar meš žeim eiginleikum og gefa gęšum hvaš varšar hita og vind a.m.k įkvešna forgjöf. Annars hefur enginn markviss samanburšur veriš geršur į žessum spįm og žvķ lķtiš vitaš um žaš hverjar komast nęst raunveruleikanum.
Vešurspįr | Breytt 26.8.2009 kl. 13:03 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2009
Sķšdegisskśrir ķ kalda loftinu
Ķ dag laugadag ók ég skömmu eftir hįdegi sem leiš lį śr bęnum rakleišis upp ķ Borgarfjörš. Stefnan var sett į Noršurįrdal og ętlunin var aš ganga į hina svipmiklu Hraunsnefsöxl. Strax undir Hafnafjalli sįst vel aš bólstrar voru farnir aš vaxa nokkuš um allt Borgarfjaršarhéraš og yfir fjöllunum upp af Langavatni eša žar um slóšir mįtti sjį skśr ķ lofti. Žrįtt fyrir óstöšgleika ķ lofti ķ gęr myndušust ekki verulegir bólstrar. Ķ dag var loftiš greinilega ašeins rakara hiš efra, kannski vegna žess aš aš vindur ķ 1000-3000 metra hęš var nś oršinn SV-stęšur og mešferšist ašeins rakara loft af hafi ķ žvķ lagi.
Žegar lagt var ķ hann frį feršažjónustunni į Hraunsnefi var enn sól ķ lofti og ylinn lagši frį jöršinni. Į aš giska um 15°C sem kemur heim og saman viš męlingu į stöšinni į Litla-Skarši žar nokkru sunnar. Uppgangan var tiltölulega aušveld og tók ekki langa stund. Af Hraunsnefsöxlinni ķ tęplega 400 metra hęš var fagurt śtsżni til sušurs og austurs og mįtti jafnframt sjį hellidembur allt ķ kring. Skyndilega andaši köldu og gerši blįstur śr noršvestri ķ staš SA-andvarans sem veriš hafši. Skömmu sķšar féllu nokkrir stórir dropar, en ekki nįši į blotna aš rįši enda var Öxlin ķ jašri einnar skśrinnar. En hins vegar kólnaši hastarlega um leiš og dropaši.
Į Litla-Skarši féll hitinn frį kl. 14 til 16 nišur ķ 7°C (śr 14 stigum) og žó rigndi žar sama sem ekki. Ég er vissum aš ķ um 350 metra hęš žar sem ég var stóš hafi kólnaš nišur ķ um 4 til 5°C enda varš mašur strax loppinn į höndunum.
Įstęšur žess hve hratt kólnar um leiš og śrkoma fellur śr skśraskżi eru einkum tvķžęttar: Ķ fyrsta lagi kemst aukin hreyfing į loftiš, žaš hlżja viš yfirborš blandast efri loftlögum og lóšstreymi sér til žess aš feykja kaldara lofti til yfirboršs. Hįloftakuldinn var einmitt meiri ķ dag en vant er. Meira mįli skiptir žó oftast sś uppgufun sem veršur į fyrstu dropunum sem falla śr skżi nišur um žurrara loftlag. Varminn sem fer ķ uppgufun regndropanna er tekinn śr loftinu og žvķ kólnar strax um 2 til 3°C. Eftir aš styttir upp fer hitinn oft įfram lękkandi um stund, žó svo aš sólin taki aš skķna į nż. Žį er žaš vegna uppgufunar frį jörš ķ kjölfar dembunnar.
Tunglmyndin er frį žvķ kl. 14:20 og bólstrahnapparnir sjįst vel og žeir eru samvaxnir aš verulegu leyti frį Blįfjöllum, yfir Mosfellsheiši og Esjuna. Žašan įfram til noršurs og noršausturs. Bólstrarnir voru enn vaxandi yfir Mżrunum žegar myndin var tekin. Ekki nįši aš rigna ķ Vešurstofumęlinn ķ dag, žó svo aš litlu hafi eflaust munaš.
Ljósmyndin af Hraunsnefsöxl er fengin frį HelguB og tekin ķ įgśst ķ fyrrasumar
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2009
Enn af jślķfrostum
Lišna nótt frysti aftur ķ Žykkvabęnum og fer mašur aš verša hręddur um kartöfluręktina žar žetta sumariš.
Mesta frostiš ķ nótt var ķ Möšrudal - 2,6°C skv yfirliti į forsķšu į vef Vešurstofunnar.
Į Eyrarbakka fór nišur ķ -2,2°C. Žar hefur veriš męlt samfelld frį 1923 og į žeim tķma hefur aldrei fyrr męlst frost ķ jślķ į žeirri vešurstöš. Į Hęli sżnist mér einnig aš fryst hafi ķ skamma stund rétt eftir mišnętti. Hafi svo veriš er žaš einnig žar sem frost męlist ķ fyrsta skipti ķ jślķ en męlt hefur veriš samfellt frį 1929. Lķkt og į Eyrarbakka eru einhverjar eldri męlingar til, en samanburšurinn hér nęr ekki til žeirra žar sem ég hef žęr ekki undir höndum.
Ķ nótt gerši einnig frost sums stašar austanlands, svo sem į Egilsstašaflugvelli og athygli vekur aš lįgmarkshitinn į Fįskrśšsfirši var -2,3°C.
Annars skżrast betur tölur nęturinnar žegar lķšur į daginn og Siguršur Žór Gušjónsson kemur vafalķtiš meš fyllra yfirlit lķkt og ķ gęr.
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2009
Óvenjulegir hįloftakuldar yfir landinu
Žaš er aš koma ķ ljós viš hįloftamęlinga aš hįloftkuldinn er óvenjulegur mišaš viš žaš aš nś er mitt sumar.
Kl 12 sżndi hitamęlirinn uppi ķ um 5300 metra hęš žar sem žrżstingur er 500 hPa frost sem var -30,1°C. Žetta er stašalhęš og oft notuš til višmišunar fyrir vešur ķ hįloftum. Stundum er lķka fariš hęrra upp ķ 300 hPa flötinn nęrri flughęš faršžegaflugvéla.
Hįloftabelgir til męlinga hafa veriš sendir frį Keflavķkurflugvelli tvisvar į dag ķ brįšum 60 įr. Gögn sem ég hef ašgang aš nį aftur til 1993. Į žeim 15 įrum hefur frostiš ķ žrķgang nįš 29 stigum ķ jślķ en aldrei -30 °C.
Ekki ólķklega veršur enn kaldara ķ nęstu męlingu į mišnętti.
Ég į engar skżringar enn hvernig stendur į žessum kulda nś, ekki sķst ef horft er til žess hvaš sumariš hefur veriš hlżtt sem af er hér viš Noršur-Atlantshafiš, einnig hiš efra. Ef til vill er skżringa į leita enn hęrra ķ einhverjum afbrigšilegum frįvikum uppi ķ heišhvolfinu. Hef ekki fundiš neitt sem bendir til žess eš umfjöllun žess efnis. Sennilegast er um sérkennilega tilviljun aš ręša.
Óvešriš ķ Miš- og N- Evrópu og sagt hefur veriš frį ķ morgun stendur ķ samhengi viš hįloftakuldann hér um slóšir. Hitamunur į milli sólbakašra Mišjaršarhafslandanna og Ķslands og nįgrennis veršur meiri fyrir vikiš, sem leišir til óstöšugleika, eldingavešurs og mikillar śrkomu.
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (10)
Yfirlit nęturinnar leišir ķ ljós aš frost hafi oršiš 1,1 stig ķ Žykkvabę ķ nótt. Įlitamįl hvernig kartöflugrös hafi oršiš śti ķ žessari gróskumiklu kartöflusveit viš svo óvęnt mišsumarfrost. Uppi į Rangįrvölum varš frostiš heldur meira eša 1,6 stig į Hellu. Žar var męlt ķ hitamęlaskżli frį 1958-2004 og sķšar meš sjįlfvirkum męli. Aldrei hefur fryst žar įšur ķ jślķ, lęgstur hafši hitinn įšur fariš nišur ķ +0,2°C, 16. jślķ skķtasumariš 1983. Žó męlingaašferširnar séu ekki alveg fyllilega sambęrilegar žegar kemur aš lįgmarks- og hįmarksmęlingum mį engu aš sķšur aš fullyrša į kvikasilfursmęlir į sama staš hefši ķ nótt lķka sżnt frost.
Ekki hef ég enn fregnaš af snjókomu ķ nótt. Į Hveravöllum var hitinn um eša undir frostmarki ķ alla nótt og śrkomumagn 2-3 mm. Į vefmyndvél į žaki gamla athugunarhśssins mįtti hins vegar ekki greina neina snjóföl kl. 09. Vera mį aš snjór hafi brįšnaš ķ sól fyrr ķ morgun. Hins vegar var greinileg föl į Holtavöršuheiši į sama tķma ķ vefmyndavél Vegageršarinnar žar.
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2009
Snjóar į Hveravöllum
Žetta var stašan į nokkrum hitamęlum į hįlendinu į mišnętti. Hiti var um frostmark į Hveravöllum og samkvęmt sjįlfvirka śrkomumęlinum hafši snjóaš tępan 1mm sķšustu klukkustund. Į Holtavöršuheiši var hiti viš frostmark og samkvęmt žvķ eru aksturskilyrši varasöm į fjallvegum noršantil.
Į Hveravöllum var ekki getiš um snjóhulu ķ byggš ķ jślķ mörg sķšustu įrin sem stöšin var mönnuš. Aš morgni 6. jślķ 1986 var sagt grįtt ķ rót og kalda sumariš 1983 var męld snjodżpt 1 sm aš morgni 17. og 18. jślķ. Žessar upplżsingar hef ég śr stórmerkilegum jślķhretaannįl Siguršar Žórs. Enginn er til męlinga ķ fyrramįliš en vefmyndavélina mį nota til mats į snjóhulu.
Žaš mun enn kólna eftir žvķ sem lķšur į nóttina og athyglisvert veršur aš sjį stöšu mįla ķ fyrramįliš. Kuldakastiš er svęsiš fyrir įrstķmann, į žvķ leikur lķtill vafi.
Vešuratburšir hér og nś | Breytt 26.8.2009 kl. 13:05 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (7.7.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frį upphafi: 1790850
Annaš
- Innlit ķ dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir ķ dag: 1
- IP-tölur ķ dag: 1
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar