Færsluflokkur: Veðurfarsbreytingar

Skeiðará yfir í Gígju er afleiðing loftslagsbreytinga

Sú staðreynd að Skeiðará skuli skyndilega hafa brotið sér leið til vesturs og renni nú öll fram undan miðjum jöklinum eru stærri tíðindi en ætla mætti í fyrstu . Skeiðará er mikið jökulfljót og Skeiðarárjökull einn mestur skriðjökla niður af Vatnajökli...

Fred Goldberg

Sótti í dag (föstudag, 29.maí) fyrirlestur hjá Fred Goldberg , sem er sænskur loftslagsefasemdarmaður. Goldberg er ágætlega þekktur hér á landi og hefur verið duglegur að halda fram sjónarmiðum sínum sem ganga aðallega út á það að sveiflur í loftslagi...

2008: Hnattrænn hiti sá lægsti frá því 2000

Árið 2008 þótti á jörðinni fremur kalt miðað við næstu árin þar á undan og þarf að fara allt aftur til ársins 2000 til að finna kaldara ár. Engu að síður er síðasta ár það 10. Hlýjasta frá 1880 en frá þeim tíma er slíkur samanburður talinn raunhæfur. Það...

Aðgerðir sem miðast við 2 stiga hlýnun loftslags

Eitt af því sem fram kom í niðurstöðu loftslagsvísindamanna sem skiluðu áliti sínu til Sþ í skýrslum IPCC árið 2007 var eitthvað í þessa veru: Ef styrkur gróðurhúsalofttegunda á að ná tilteknum stöðugleika sem leiðir til hlýnunar um 2,0 til 2,4 °C til...

Loftslagvísindmenn komu saman í Kaupmannahöfn

Fjölmargir loftslagsvísindamenn (yfir 2000) komu saman í Kaupmannahöfn á þriggja daga ráðstefnu í síðustu viku. Fundur vísindamannanna er liður í undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sþ. í Kaupmannahöfn undir lok ársins eða þeirri fimmtándu i röðinni...

Gagnrýni sett fram á "íshokkíkylfuna"

Hún olli talsverðu uppnámi og vakti mikla athygli myndin eða hitaritið sem kennd er við Michael E. Mann loftslagsfræðing og gengur oftast undir heitinu "íshokkíkylfan". Þetta var árið 1998 og Mann og félagar sýndu með athugunum sínum og samantekt á...

Japanskt tungl á braut til mælinga á CO2

Fyrir helgi var skotið á loft nýju gervitungli á sporbaug um jörð. Það var geimvísindastofnun Japan, JAXA sem skaut tunglinu frá þeirra Kanavaralhöfða eða Tanegashima sem í raun er smáeyja suður undan syðsta hluta Japan. Skotið tókst vel og Ibuki , eins...

Ísinn á norðurslóð í byrjun árs

Ég hjó eftir athugasemd frá Ágústi Bjarnasyni þar sem hann gerir breska frétt (eða bloggfærslu ?) um álíka mikinn hafís nú og árið 1979 að umtalsefni. Í umræddri frétt er birt meðfylgjandi línurit frá háskólanum í Illinois, en þar á bæ er fylgst grannt...

2008 verður 13. árið í röð ofan meðallags

Ef litið er til hitafarsins í Reykjavík nú þegar lítið lifir enn af árinu virðist ekkert geta breytt því að árið verður það 13. í samfelldri röð þeirra ára sem öll hafa verið ofan meðallagsins 1961-1990. Hlýrra var í fyrra og eins 2006, en hvað Reykjavík...

Hvað gerðist í Poznan ?

Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um loftslagsráðstefnu Sþ. í Poznan í Póllandi en henni er nú ný lokið. Þjóðir heims reyna að finna raunhæfar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Poznanfundurinn einn liðurinn í því ferli. Eftir því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband