Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Væntanlegt hvassviðri morgundagsins

Þá er hún á leiðinni til okkar lægðin sem allir eru að tala um. Á tuglmynd frá háskólanum í Dundee laust eftir kl. 15 má sjá skýin sem fylgja þessu fyrirbæri. Þau eru í þrennu lagi ef svo má segja. Fyrst er það nyrsti bakkinn sem er nú yfir landinu og...

Veðurfarsleg stórtíðindi í uppsiglingu ?

Hef verið að leggja saman hitatölur fyrir júní og bera saman við gagnaraðir . Yfirstandandi júnímánuður sýnist ætla að verða mjög hlýr á landinu og mánaðarmet virðast í vændum. í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið samfellt frá 1845 er ekki að sjá...

22°C Í Skaftafelli og á Hallormsstað

Í dag fór hitinn enn og aftur yfir 20°C á landinu. Að þessu sinni varð hlýjast í Skaftafelli og rétt þar á eftir á Hallormsstað. Meira og minna var skýjað á landinu og enn hlýrra hefði orðið ef sólar hefði notið almennilega við, því loftið er vissulega...

Nánast ekkert rignt á Akureyri í nærri mánuð

Ég kallaði fram tölur, nokkurs konar hálfleikstölur fyrir júnímánuð. Sá þá að nánast ekkert hefur rignt á Akureyri í mánuðinum, 1,1mm til að halda öllu til haga. Svo lítil úrkoma skiptir vitanlega engu máli. Þegar betur er að gáð sést að það rigndi...

Sumarþing Veðurfræðifélagsins

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Víðgelmi að Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 15. júní. Þingið er ókeypis og opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari. Að þessu sinni skipast efnistök þingsins að mestu í tvo flokka, annars vegar...

Júní 1910 - fyrir einni öld

Í bókinni Veður á Íslandi í 100 ár eftir Trausta Jónsson fær júní 1910 þessi eftirmæli: " Kalt. Nokkuð skakviðrasamt vestan- og norðanlands framan af mánuðinum, m.a. gerði alhvíta jörð suður í Borgarfjörð, síðast 13. júní, en annars var betri tíð. "...

Tanganyikavatn í Afríku sýnir óbrigðul merki loftslagshlýnunar

Fyrir skemmstu var greint frá niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna í Nature Geoscience á vistkerfisbreytinginum sem orðið hafa á Tanganyikavatni í Suðaustur-Afríku. Undanfarin ár hefur yfirborðshiti vatnsins verið hærri en áður síðustu 1500 árin eða svo....

Húsafell 3x > 20°C

Þessa helgina er ekki hægt að segja annað en að sannkölluð sumarblíða hafi verið í Húsafelli í ofanverðum Borgarfirði, Föstudag, laugardag og sunnudag fór hitinn í öll skiptin yfir 20°C. Í dag sunnudag var þar heitast á landinu 21,3°C. Gjóskumóðan náði,...

Annar dagur með öskufjúki

Margir eru nú farnir að bíða eftir vætutíð til að hefta öskumorið og koma þannig í veg fyrir fjúk. Lítilsháttar úrkoma í fyrradag í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má sín lítils og fljótt að þorna á þessum árstíma sé loftið þurrt. Komin er aftur þessi...

Öskugráminn í dag

Loka þurfti skólum á Hvolsvelli í morgun (sjá hér ) þegar þurr SA-áttina tók að þyrla upp ösku og eins aur úr farvegi Mýrdalssands. Þarna eru á ferðinni fínefni sem engum er holt að draga ofan í sig í of miklu magni. Þó enginn sé mælirinn í grennd við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband