Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Snjóar og snjóar að kvöldi 30. apríl

Spáin bar það með sér fyrr í dag að veðurskil yrðu nánast kyrrstæð yfir suðvestur- og vesturhluta landsins í dag. Maður hefur séð þetta svo sem gerast áður að vorlagi eða í blávetrarlokin að skörp veðurskil eiga það til að setjast sem fastast. Ævinlega...

Sérlega hvasst á Suðurlandi

Þegar leið á kvöldið hvessti mjög á Suðurlandi. Man ég varla til þess að hafa séð viðlíka veðurhæð í þessum landshluta á jafn mörgum stöðvum. Kortið hér er klippa af síðu Veðurstofunnar og sýnir ástand mála kl.22 (8. febrúar). Á Hellu 28 m/s og 39 í...

Alvöru óveður af SA

Óveður það sem virðist nú vera í uppsiglingu er alveg þvottekta ! Lægð dýpkar nú á sunnanverðu Grænlandshafi og er henni spáð um 945-947 hPa undir kvöld. Lægðin verður þá orðin víðáttumikil og hægfara. Veðraskil hennar berast hins vegar norðaustur yfir...

Tveir sveipir sunnanlands

Ég held ég hafi nefnt í síðustu færslu að lítið hefur upp á sig að liggja mikið yfir tölvureiknuðum spám þegar kuldi er í háloftunum nærri landinu sem ættaður úr vestri eða suðvestri. Við þær aðstæður þegar kalt loftið af meginlandsuppruna úr vestri...

Eins og í gamla daga !

Þegar þetta er skrifað laust eftir kl. 20 hefur kyngt niður snjónum á Höfuðborgarsvæðinu. Nánast samfelld ofankoma frá því upp úr kl.17. Éljaklakkarnir fyrir suðvestan landið þéttu raðir sínar síðdegis og mynduðu nánast samfelldan bakka og hann má sjá á...

"Öfug" hringamyndun

Oft má sjá á tunglmyndum hvernig lægðir snúa rangsælis umhverfis sig einum til tveimur skýjahringum . En fátíðara er að sjá slíkar myndanir við háþrýstisvæði. Bæði er það svo að vindar eru hægari umhverfis háþrýsting og líka það að niðurstreymi vinnur...

13,8 °C í Bjarnarey

Þennan mjög svo milda janúardag (23.) komst hitinn víða í 10 stig og sums staðar norðan- og austanlands varð hann hærri. Hvergi þó eins í og Bjarnarey á milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa . Í morgun stóð snarpur SV-strengurinn af landi eða fjalllendinu sem...

Hiti langt yfir meðallagi

Þorrinn heilsar með vænni hláku. Meginskilin á Atlantshafinu fóru á bóndadaginn (21. jan) norður yfir landið . Mikið háþrýstisvæði er staðsett yfir og aðeins vestur af Bretlandseyjum. Það stýrir veðrinu nú um stundir og heldur meginskilunum fyrir norðan...

Orðinn langur hviðukaflinn í Öræfum

Eins og meðfylgjandi línurit sýnir hefur óveðrið í Sandfelli í Öræfum nú staðið samfellt í 2 sólarhringa og ekki lokið enn. Öðru nær, því hörðustu byljina gerði nú í kvöld 46 m/s í hviðu. Sjá má að veðurhæðin hefur verið nokkuð stöðug þetta 15-20 m/s og...

Snjóþyngsli á Akureyri, en ekki mikið fannfergi í sögulegu ljósi

Eftir ofankomuna um helgina og í byrjun vikunnar mældist snjódýptin á Akureyri mest 65 sm á þriðjudagsmorgun, en í gær hafði snjóþekjan sigið lítið eitt. 65 sm er vissulega mikill snjór, en í kastinu um og eftir jólin í fyrra mældist snjódýptin mest 90...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788795

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband