Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Með því allra versta á Stórhöfða

Það er ljóst á veðurhamurinn sem nú geisar á Stórhöfða er með þeim allra verstu sem þar hafa komið hin síðari ár . Í mælingu kl. 08 hafði mesti 10 mínútna meðalvindhraði farið í 45 m/s . Ég geri eingöngu veðurhæðina eða 10 mín vind að umtalsefni og læt...

Bakki suðvesturundan

Í gær mátti sjá á myndum fagurlagaðan skýjabakka suðvestur af landinu. Undir myrkur var hann kominn svo nærri að maður gat nánast "horft undir pilsið" ef svo má segja. Tunglmyndin frá því rétt fyrir kl. 14 sýnir þetta ávala og straumlínulaga skýjakerfi....

Hveragerði frá tveimur ólíkum sjónarhornum

Fyrri myndin er MODIS mynd af landinu frá því kl. 13:00 í dag. Snælínan er mjög skörp í landinu suðvestanlands . Láglendið virðist snjólaust við fyrstu sýn, en alhvítt til fjalla, m.a. í Henglinum og á Ingólfsfjalli. En línan er ansi skörp við Ölfusá ??...

Óvenju kalt á landinu

Í heiðríkjunni í gærkvöldi og nótt mældist sums staðar nokkurt frost . Það kemur fyrir síðustu dagana í september að frostið verði meira en bara vægt næturfrost. Það á við nú og hjálpar snjóþekjan á hálendinu og fjöllum til við að auka enn frekar á...

Misvinda í éljaloftinu

Það var einkennandi fyrir veðrið í gær laugardag, hvað vindur rauk mikið upp um leið og élin fóru yfir. Á veturna þegar útsynningséljaloft er yfir suðvestanlands kannast menn vel við það hvað hvessir oft með éljunum, en lægir síðan á milli. Mér fannst...

Kuldalegt Íslandskort

Heldur var hann svalur á landinu kl. 09 í morgun, en á hádegi hafði hitinn samt potast lítið eitt upp víðast hvar. Fregnir hafa borist af snjókomu í byggð sums staðar á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi . Ég sagði í viðtali við fréttastofu RÚV nú í...

Kuldinn snemma á ferðinni uppi á Grænlandsjökli

Danska Veðurstofan tilkynnir að í gærmorgun (fimmtudag) hafi mælst 46 stiga frost uppi á Summitbúðunum inn á miðjum Grænlandsjökli í um 3.200 metra hæð. Ekki hefur áður mælst meira frost í september á þessum staða, en ég finn hins vegar ekki fljótheitum...

Ísmyndun í sjónum við A-Grænland

Það vakti athygli mína þegar ég leit á MODIS-mynd frá því í dag að við Austur-Grænland norður undir 75°N má greinilega sjá ummerki þess að sjórinn þar er tekinn að frjósa. Á myndinni koma fram hvítar rendur þar sem glampar á þunnt ísskænið. Eyjarnar...

Ekki 25°C á Egilsstöðum í gær !

Í hlýindunum í gær varð hitinn hæstur 22,4°C á sjálfvirkum mæli í Ásbyrgi (skv. töflu VÍ). Sjá mátti reiknaða spá á síðu Veðurstofunnar sem gerði ráð fyrir því að hitinn yrði 25°C á Egilsstöðum kl. 15 í gær. Eins og vænta mátti var frá þessu greint í...

Hlýr dagur austanlands, enn hlýrra á morgun.

Í suðvestanþeynum í dag hefur verið mjög hlýtt norðaustan- og austanlands. Hitinn komst í tæp 22 stig á Egilsstaðaflugvelli og Hallormsstað . Samkvæmt sama yfirliti á síðu Veðurstofunnar var hitinn mestur 21 gráða á Seyðisfirð i. Einhver norðanmaðurinn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1790831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband