Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Berjasprettu má að hluta þakka hagstæðu vori

Um þetta leyti sumars (eða hausts eftir því hverning menn vilja skilgreina) hafa ber yfirleitt náð fullum þroska og í venjulegu árferði eykst upp frá þessu hættan á næturfrostum. Eins og svo margir aðrir hef ég gaman af því að tína ber og ekki síður að...

Mikið úrhelli á Seyðisfirði á skömmum tíma

Stundum hef ég gert að umtalsefni úrkomumælingar og mikla úrkomuákefð sem sjálfvirku mælarnir skrá nokkuð nákvæmlega. Stundum hef ég sagt að mikil úrkoma sé þegar ákefðin samsvari 5 mm/klst. Það kemur fyrir að maður rekist á tölur sem eru hærri eða yfir...

Skýjarani í Rangárþingi

Þó raunverulegir skýstokkar séu heldur fátíðir hér á landi (sjá þó þann yfir Skeiðarársandi 2007) kemur oftar fyrir að ranar myndist neðan úr skýjum þar sem uppstreymi ríkir . Myndin sem hér fylgi var tekin af Jóni Braga í morgun við Miðhús rétt við...

Dalalæða á Snæfoksstöðum

Sigurjón Pálsson sendi mér þessa mynd sem full er dulúð austan úr Grímsnesinu. Hún var tekin á þriðjudagsmorguninn (þ. 11. ágúst) skömmu eftir sólarupprás. Seyðishólar sjást í baksýn. Vigdís Ágústsdóttir kom með kvæði um dalalæðuna eftir Þorgeir...

Dalalæðan er heillandi

Ég var á Þingvöllum undir kvöldið, þar sem Þingvallavatn skartaði sínu fegursta allt að því spegilslétt og sólin braust í gegn eftir nokkrar síðdegisdembur. Ég er ekki frá því að dulúð Þingvalla sé hvað mest á kyrrum ágústkvöldum , þó svo að hver árstíð...

Er veður alltaf gott á Fiskidaginn mikla ?

Í dag var víða 17 til 20 stiga hiti norðaustan- og austanlands og hlýjast í Ásbyrgi 21,3°C . Hitinn hefði potast enn hærra upp hefði verið jafn sólríkt og spáð var, en víða var nokkuð um ský á himni á þessum slóðum. Veðrið var vitanlega gott á Dalvík ,...

Snögg umskipti

Nú þegar vindur snýr sér til SA-áttar með lægð við landið verða umskiptin heldur betur snögg suðaustanlands og að Fjallabaki. Var á þessum slóðum um og fyrir helgina síðustu og þá var allt fremur þurrt. Jökuláin við Laugar var auðveld viðfangs og ánna...

Snjóél í Reykjavík ?

Eitthvað hefur hefur nú athugunarmanni á Veðurstofunni orðið fótaskortur á lyklaborðinu og gefið upp snjóél í stað þess að segja að skúrað hafi verið í 13 stiga hitanum. Svona nú getur alltaf gerst, en verra að villan rati alla leið út á netið...

Síðdegisskúrir í kalda loftinu

Í dag laugadag ók ég skömmu eftir hádegi sem leið lá úr bænum rakleiðis upp í Borgarfjörð. Stefnan var sett á Norðurárdal og ætlunin var að ganga á hina svipmiklu Hraunsnefsöxl . Strax undir Hafnafjalli sást vel að bólstrar voru farnir að vaxa nokkuð um...

Enn af júlífrostum

Liðna nótt frysti aftur í Þykkvabænum og fer maður að verða hræddur um kartöfluræktina þar þetta sumarið. Mesta frostið í nótt var í Möðrudal - 2,6°C skv yfirliti á forsíðu á vef Veðurstofunnar. Á Eyrarbakka fór niður í -2,2°C . Þar hefur verið mælt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband