Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Vorhret

Sá að í morgun kl. 6 var hiti við frostmark á Akureyri og þar snjóaði talasvert . Svipað var ástatt í N-áttinni víðar fyrir norðan, frekar þó austantil, heldur en í Skagafirði og Húnaþingi. Margt bendir til þess að í dag verði meira og minna ofanhríð eða...

Öfugur skotvindur

Allmikill SA-vindur er nú í háloftunum með kjarna skammt fyrir vestan landið. Íslandsmegin við kjarnann er hlýtt loft á ferðinni, en vestan hans öllu svalara. Á meðfylgjandi korti sem fengið er af Brunni Veðurstofunnar, gefur að líta styrk vinda í 300...

Af fannfergi

Sjálfvirki mælirinn á flugvellinum á Ólafsfirði gefur til kynna að þar hafi úrkomumagnið numið um og yfir 50 mm frá því um miðjan dag í gær þegar ofanhríðin hófst. Snjókoman hefur fallið lengst af nærri 5 m/s og ætti því að mælast sæmilega. Þetta þykir...

Stórhríð fyrir norðan og austan

Illviðrið með ofanhríð og vindkófi og staðið hefur yfir norðan- og austantil frá því í gærdag er af frekar sjaldséðri gerð norðanveðra . Fyrir utan það vitanlega hvað ýmsum þykir það vera seint á ferðinni. Í fyrravetur snjóaði mikið norðanlands 31. mars...

SV-skotið í dag kom ekki að óvörum

Á áliðnum vetri getur stundum rokið upp með suðvestan- og vestangassa við Faxaflóann og austur með Suðurströndinni. Fyrir kemur að þess háttar veður komi mönnum í opna skjöldu og þvert á veðurspá . Þesi veður tengjast ævinlega framrás af mjög köldu lofti...

13°C á Skjaldþingssötðum

Nú kl. 9 í morgun var 13 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði . Athyglisvert var að sjá hvað umskiptin voru snögg . Í alla nótt var hitinn 2 til 3 stig, en á milli kl. 07 og 08 í morgun snerist til SV-blásturst. Þá var ekki að sökum að spyrja...

Vorlegar hitatölur

Ekki er hægt að segja annað en að umskiptin séu veruleg í veðrinu frá snjóum og stormum síðustu vikna . Nú hefur hlýnað svo um munar. Heldur haustleg þokan grúfir yfir sunnanlands á meðan hitinn skoppar yfir 10°C bæði á Akureyri og Hallormsstað . Sjálft...

Vélsleðasnjóflóð á Ólafsfirði

Á sunnudag féll snjóflóð ofan við bæinn Hlíð rétt innan við byggðina á Ólafsfirði . Eins og stundum áður var það umferð vélsleða sem kom flóðinu af stað. Á myndum sem Svavar B. Magnússon var svo vinsamlegur að senda mér, sést þetta um 100 metra breiða...

Mikil veðurhæð syðst á landinu

Þegar þetta er ritað rétt um miðnætti hafði fyrr í kvöld mælst vindhviða við Hvamm undir Eyjafjöllum upp á 56 m/s *. Meðalvindhraði eða veðurhæðin hefur verið mikil og vaxandi í kvöld syðst á landinu. Á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi voru þannig 29 m/s...

Fyrirbyggjandi aðgerðir til gagns fyrir loftgæði

Í gær, þriðjudag, lét ég í það skína að allar veðurfarslegar forsendur væru fyrir slæmum loftgæðum að lokinni morgun ös umferðarinnar. Vindur var afar hægur og um alla borg mátti sjá að flögg og fánar bærðust vart. Á milli kl. 9 og 10, eða að loknum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1790843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband