Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Loftþrýstingur með hærra móti

Síðasta sólarhringinn hefur loftvog staði frekar hátt miðað við árstíma, einkum suðvestanlands. Miðað við árstíma segi ég og skrifa vegna þess að 1035 hPa þykir ekkert tiltökumál seint á haustin, yfir vetrartímann og fram á vorið. Þá stendur loftvogin...

Meira um eldingaveðrið

Eldingaveður það sem gerði í dag verður fyrst og fremst skýrt með því hversu kalt var í háloftunum yfir landinu í dag. En til að finna rót þess hvers vegna uppstreymið og bólstramyndunin átti sér stað þar sem hún varð, en ekki annars staðar þarf að kafa...

Eldingarnar um 15 talsins

Eðlilega kemur eldingaveður eins og þetta með hagléli og snjóþekju ökumönnum í opna skjöldu . Það er þó ekki frost á Hellisheiði, hiti um 4 til 5°C. Engu að síður verður alhvítt þegar voldugir skýjaklakkarnir hvolfa úr sér, en í skýjunum er frost og mest...

Dægursveifla

Síðustu dagar hafa verið upplagðir til nánari skoðunar á dægursveiflum í veðrinu. Hér er horft nánar á veðurstöðina Torfur í Eyjafjarðarsveit , en Torfur eru með fremstu bæjum í Eyjafirði og er "inn til landsins" eins og kallað er. Næturfrost á vorin og...

Frysti á Þingvöllum í nótt

Á Þingvöllum frysti í skamma stund undir morgun eins og sjá má á meðfylgjandi hitalínuriti. Þetta er mikil dægursveifla hitans, því hámarkshitinn í gær reyndist 19,5°C (náði ekki 20 stigum eins og lesa mátti í Fréttablaðinu í morgun - hæpið að námunda...

Tveir yndislegir dagar í Reykjavík

Það var vel við hæfi að fá þessa heitu og vænu daga yfir helgi og ekki síst var ánægjulegt að vera á Austurvelli í þessu notalega veðri og þegar hitinn varð hvað mestur rétt áður en Evróvisjónförunum var fagnað á sviðinu. Ekki komst þó hitinn í 20°C þó...

SA-brim með allri ströndinni

Á meðfylgjandi Terra-mynd MODIS sem tekin var laust eftir hádegi í dag sést ýmislegt sem rétt er að staldra við eftir að menn hafa dáðst af henni svona almennt séð. a. Í SA-strekkingnum sem íbúar Suður og Suðvesturlands hafa ekki getað annað en fundið...

Vindhviðurnar undir Hafnarfjalli

Frá því fyrir hádegi í gær hefur ríkt hviðuástand undir Hafnarfjalli . Á mæli Vegagerðarinnar hafa mælst fjölmargar vindhviður yfir 35 m/s og sú snarpast til þessa kom í morgun um kl. 07, 43 m/s . Athyglisvert að sjá á meðfylgjandi línuriti að í gær var...

Bylgjuský yfir landinu

Í hvassri og hlýrri S- og SA-áttinni í dag mátti víða á landinu sjá bylgjuský á lofti. Slíkt er alvanalegt í slíkr veðri. Á tunglmyndum kemur fram munstur þar sem oft má greina þau fjöll eða fjallgarða sem bylgjumynduninni valda. Farþegar í...

Kuldakastið nú miðað við fyrri ár

Það er nánast árvisst að fá alvöru hríð og fannfergi í maí á norðanverðu landinu . Stundum meira að segja talsvert seinna en nú er. Hríðar á þessum árstíma eru hins vegar að mörgu leiti verri en þær sem gerir t.a.m. um páska þar sem vegfarendur eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband