Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Talsvert snjóað í höfuðborginni

Talsvert hefur snjóað á Höfuðborgarsvæðinu í dag í nánast logni. Snjór er orðinn það mikill að kallast gæti þæfingsfærð inni í hverfum þar sem ekki hefur verið hreinsað . Byrjaði með sannkallaðri hundslappadrífu í morgun. Þá birtist á veðurratsjá...

Spáði Halldór rétt ?

Halldór teiknari Morgunblaðsins birti þessa skemmtilegu skopmynd í blaði gærdagsins (eða var það í fyrradag ?). Er ekki óhætt að segja að spá hans frá því í gær hafi ræst nokkuð vel í dag í því pólitíska hreingerningaveðri sem ríkt hefur í dag ? En er...

Óvenjustillt í Bláfjöllum

Óhætt er að segja að margt hafi verið um manninn í Bláfjöllum í dag og langt síðan ég man eftir öðrum eins fólksfjölda þar uppfrá rennandi sér á skíðum eða brettum, nú eða á gönguskíðum. Óvenju margt var um manninn í "sporinu" í dag. Veðrið var gott og...

Flughált

Á Höfuðborgarsvæðinu er nú afar hált eftir að ísinn og klakinn náðu að blotna í nótt. Hitinn er 2-3°C og vatnslinsa yfir klakanum. Betra að passa sig, ekki síst fyrir þá gangandi . Þó helstu götur séu nokkuð hreinar eru þær blautar og það háttar þannig...

Óekta kuldakast

Margboðað kuldakast reyndist þegar upp var staðið hálfgerður ræfill. Í gær var kaldast rúmlega 9 stiga frost á Akureyri . Hitinn fór niður í -15°C á Mývatni um tíma, en fremst í Bárðardal á Mýri sem og í Svartárkoti mældist frostið 20 stig í skamma stund...

Um hálku á Hellisheiði 4. jan sl.

Síðastliðinn sunnudag urðu skv. fréttum fimm óhöpp á Hellisheiði og í Þrengslum í kjölfar þess þegar hálka myndaðist nokkuð óvænt um leið og þokunni létti. Ég hef m.a. þann starfa að spá daglega í veðrið fyrir Vegagerðina og meta m.a. veðuraðstæður sem...

Ísafjörður á toppnum

Hið öfugsnúna veðurlag nú á milli jóla á nýárs hefur það í för með sér að hitastigið hér á landi verður afar sérkennilegt í samanburður við ýmsa staði sunnar í Evrópu. Kl. 18 voru 10°C á Ísafirði. Á sama tíma mátti fara alla leið suður til Barcelóna til...

Fyrirstöðuhæð setur allt úr skorðum

Ég hef áður fjallað um fyrirstöðuhæðir líkar þeirri sem nú yfirgnæfir veðurkortið á Norður-Atlantshafi með miðju yfir Danmörku um þessar mundir. Vegna hennar beinist til okkar milt loft úr suðri ekkert endilega með mikilli úrkomu, en frekar þá þoku og...

Hellisheiðin ekki alltaf ferðavæn

Í nótt gerði dimma hríð á veginum austur fyrir fjall , bæði á Helisheiði og í Þrengslum. REyndar víðar um sveitir Suðurlands. Lausamjöll var fyrir og því var ekki af sökum að spyrja, aksturskilyrði voru afleit, bílar festust og hjálparsveitir voru...

Kalt til landsins

Snævi þakið landi hefur náð að kólna hressilega síðasta sólarhringinn eð svo og nú er talsverður gaddur víða um landið. Frostið hefur mest orðið eins og svo oft áður í Möðrudal á Fjöllum, 24 stig *. Við Mývatn var frostið 17 stig í nótt og eins á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1790843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband