Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

"Kristín lofar 15 stiga hita um helgina"

Í dag á jafndægri á vori fer vel á því að horfur eru á vorlegra veðri á næstunni . Langtímaspár gera ráð fyrir því að angi að hinu milda lofti sem undanfarna daga hefur haldið sig djúpt suðaustur af landinu muni ná til landsins, en ekki fyrr en eftir...

SV-átt upp úr öllu

Þeir eru víst margir sem búnir eru orðnir hundleiðir á þessari endalausu og þrálátu SV-átt , belgingnum og óstöðugu veðri sem henni hafa fylgt. Óveðrið í nótt var af þessari tegund. Nokkuð djúp lægð fór norðaustur um Grænalandsund og á eftir henni hali...

950 hPa lægð yfir Egilsstöðum

Kl 21 í kvöld (6. mars) var miðja lægðarinnar kröppu sem er hraðri norðausturleið svo að segja yfir Egilsstöðum eða þar í grennd. Og hún er enn að dýpka. Á þessari tunglmynd sem ég veiddi af vef Veðurstofunnar má sjá ástand mála um svipað leyti eða laust...

Dýr hver stormdagurinn á þessum árstíma

Loðnuvertíðin stendur sem hæst þessa dagana í kapphlaupi nú áður en loðnan hrygnir. Um síðustu helgi var torfan þéttust undan Grindavík og Reykjanestá á hraðri vesturleið. Í kvöld er flotinn bundinn við bryggju enda SA-stormur á miðunum. Ölduhæðarkort...

Aðeins einn dagur í Reykjavík án úrkomu í febrúar

Ég er fyrir löngu búinn að missa töluna á öllum þeim hraðfara lægðum sem verið hafa hér á sveimi síðustu vikurnar og þau fjölmörgu úrkomusvæði sem skotist hafa norðaustur yfir landið. Þessar lægðir hafa átt það sammerkt að vera flestar frekar grunnar og...

Kuldaskil sem láta ekki mikið yfir sér

Afar fróðlegt hefur verið að fylgjast með veðri og breytingum hér suðvestanlands við það að fá nokkuð krappa og afar hraðfara lægð svo að segja yfir hvirfilinn á sér. Lægðina má sjá á greiningarkorti með skilum frá Met Office í Exeter og gildir kl. 18:00...

Óskemmtileg staða

Krappar lægðir sem skjótast til norðurs fyrir vestan landið eru oft til mikilla leiðinda. Fyrst hvessir af SA á undan aðalskilum lægðarinnar, en það er einkum "krókurinn" eða afturbeygðu skilin sunnan lægðarmiðjunnar sem fylgjast þarf með. Á tiltölulega...

Útibúið frá Síberíuhæðinni

Haraldur Ólafsson talaði um helgina í sjónvarpsveðrinu um útibú frá Síberíuhæðinni sem taka mundi sér bólfestu við Eystrasaltið með tilheyrandi vetrarhörkum. Skemmtilega orðað hjá Haraldi. Danska Veðurstofan, DMI talar um að vetur konungur sé væntanlegur...

Mikil mæld úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum

Mjög mikinn snjó setti niður norðantil á Vestfjörðum seinni partinn í gær og einkum þó í nótt. Í Bolungarvík mældust kl. 09 í morgun 54 mm síðasta sólarhringinn og megnið kom frá því eftir kl. 18 í gær. Á Flateyri reyndist mælingin vera 47 mm . Mæst var...

47 sm snjódýpt

Fór í smá leiðangur hér hjá mér hér í Garðabænum í kvöld áður en tók að hreyfa vind. Ætlunin var að mæla snjódýpt og var ég vopnaður kústskafti og tommustokki. Tók nokkrar prufur á flatlendi þar sem snjórinn var óhreyfður með öllu. Fönnin er ótrúlega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 1786849

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband