Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Nokkrar veðurtölur eftir daginn

Kl. 18 í dag (14. júlí) var hitinn 21,2 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og varð það nálægt hæsta gildi dagsins á landinu á sama stað. Hitinn komst í 20,7 stig á Seyðisfirði og sléttar 20 gráður á Blönduósi. Nú kl. 18 var hitinn 17 stig á...

Heiðríkja í morgunsárið

Væntanlega hefur hún lyfst nokkuð brúnin á fjölmörgum ferðamanninum í morgun að vakna upp í heiðríkju. Það er eingöngu við Faxaflóann eða í grennd við höfuðborgina þar sem það er skýjað. Strax fyrir austan fjall og vestur á Snæfellsnesi er vart ský að...

Hið fegursta veður víða um land í dag, 24. júní

Þegar þetta er skrifað laust eftir hádegi var léttskýjað eða heiðríkt um stóran hluta landins. Aðeins suðvestanlands var skýjað eins og meðfylgjandi veðurtunglamynd ber með sér. Þetta er ljósmynd og er tekin kl. 12:04. Skýjabreiða mynduð af bólstrum eða...

Ekki hærri hádegishiti í Reykjavík síðan 9. maí

Nú er hann kominn á norðan og þá létti til hér syðra eins og vænta mátti. Þó svo að loftið yfir landinu sé frekar kalt nær sólin að ylja sæmilega hér syðra. Í hádeginu var hitinn 13,2°C í Reykjavík. Svo hár hádegishiti hefur ekki verið í höfuðborginni...

Fyrirtaksveður í dag norðaustan- og austanlands

Í sunnanáttinni sem nú er við lýði er víða bjart og fallegt veður norðanlands og austan. Og það er ágætlega hlýtt, sérstaklega í Eyjafirði og þar austuraf. 17 stiga hita var á Akureyri í hádeginu og tæp 19 stig á Staðarhóli í Aðaldal. Svipaða sögu var að...

Veðrið á landinu 17. júní

Kl. 9 í morgun var frekar þungbúið á landinu svona í heildina tekið, rigning í Reykjavík, lítilsháttar súld á Akureyri. Fyrir vestan í Bolungarvík var aftur á móti léttskýjað. Sömu sögu er að segja frá Egilsstöðum, en austanlands var hitinn allt að 14...

Rakin blíða norðaustan- og austanlands

Nú í morgun kl. 09 hafði hitinn þá þegar náð 19°C á a.m.k. þremur mælistöðum. 19,3°C voru í Ásbyrgi og 19,0° bæði á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Fróðlegt verður að sjá hvort hitinn nái á þessum stöðum nái 25°C markinu´síðar í dag eins og ég ýjaði að í...

Neskaupsstaður með 20°C í dag

Hlýir suðvestanvindar leika þessa stundina um Austurland. Þannig var hitinn 17,6°C á Egilsstöðum nú kl. 16 og á þriðja tímanum í dag komst hitinn í 20°C í Neskaupsstað. Ekki bagalegt það. Spákortið sem fengið er af veðurvef mbl.is og á rætur sínar að...

Hlýrra að koma út í morgun

Í morgun þegar ég fékk mér göngutúr upp úr kl. 7 fannst mér eins og það væri að hlýna miðað við undanfarna daga. Ef til vill var þetta bara tilfinning nú þegar N-áttinn er loks gengin niður og morgunsólin skein glatt. Staðreyndin er hins vegar sú að enn...

Ótrúlegt að skólahald falli niður vegna ófærðar 23. maí

Í þessari frétt mbl.is kemur m.a. fram að skólahald hafi fallið niður í Litlulaugaskóla í Þingeyjarsveit í morgun. Það er með ólíkindum og væntanlega aldrei áður gerst á þessum árstíma að ekki sé hægt að sækja skóla vegna ófærðar. Hér áður fyrr var þó...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1790852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband