Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Frost um allt norðaustanvert landið í morgun

Í morgun kl. 09 var eins stigs frost um nánast allt norðaustanvert landið og mest fimm stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Ofan í þetta hrakviðri gekk á með dimmum éljum. Útlit er fyrir enn versnandi veður á þessum slóðum, snjókomu og slyddu á morgun. Úrkoman...

Kuldinn fyrir norðan séður með auga Vegagerðarinnar

Meðfylgjandi mynd er úr myndavél Vegagerðarinnar á Mörðudalsöræfum í 550 metra hæð frá því í morgun Það er vissulega kuldalegt þarna um að lítast vægt frost, éljagangur og snjófjúk. Áfram er útlit fyrir hálfgerðan vetur á þessum slóðum að minnsta kosti...

Loft af norðlægum uppruna allsráðandi

Svo er að sjá að hæðin sem verið hefur fyrir norðan land og yfir Grænlandi sé ekkert að fara að gefa sig. Það þýðir að loftið sem hingað berst er mest af norðlægum uppruna og því kalt og þurrt. Á sama tíma ganga lægðirnar hver af annarri yfir...

Mistrið er að hluta til frá Suður-Póllandi

Á síðu Veðurstofunnar vedur.is hefur verið sett inn kort sem rekur uppruna þessa sérkennilega lofts sem yfir landinu er um þessar mundir. Síðdegis í gær var það rakið til Suður-Póllands og Eystrasaltslandanna. Hún er glæsileg myndin frá Vestmannaeyjum...

19,3°C á Þingvöllum í hádeginu

Staðan nú er þessi: Þingvellir: 19,3°C Kálfhóll á Skeiðum: 19,1°C Skálholt: 18,9°C Árnes: 18,8°C Hæll 18,3°C Allir þessir staðir eru í sveitarfélögunum Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hjarðarland vantar að þessu sinni, en líklegast er...

Hitinn 19,2° C þennan væna sunnudag

Á vafri mínu á milli veðurstöðva nú síðdegis fann ég hæsta hitagildið 19,2°C á Þingvöllum um kl. 14 í dag. Vel má vera að þegar lesið verður af hámarksmælum kl. 18 finnist enn hærri tala. Í Reykjavík var hitinn 17,6°C kl. 15, en þá þegar hafði þykknað...

Kollaleira með hæsta hitann í dag eða 19,7°C

Það fór ekki svo að hitametið í apríl hér á landi 21,1° yrði slegið. Það er frá Sauðanesvita við Siglufjörð 18. apríl 2003. Þann dag rauf hitinn á Norðurlandi nokkrum sinnum 20 stiga múrinn. Hámarkið á Akureyri varð 17,5° sem er nokkuð frá staðarmetinu...

Heldur betur hlýtt þennan morguninn !

Klukkan 9 í morgun hafði hitinn náð þá þegar 15°C á Akureyri, Hallormstað og í Skaftafelli. Vafalítið á enn eftir að hlýna þegar liður á daginn. Ég gerði einfalda fyrirspurn á gagangrunn Veðurstofunnar um það hversu langt er síðan hitinn náði síðast 15°C...

Alhvítt í Reykjavík snemmsumars !

Vafalaust ráku margir upp stór augu á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar þeir sáu skjannabjartan snjóinn yfir öllu. Veðurstofan sem kannar snjóalög kl. 9 hvern morgun mældi "teppið" 4 sm. Þennan dag, þ.e. 24. apríl, var síðast alhvít jörð í Reykjavík...

Brennsteinsfýlan úr Skaftá

Fólk fyrir norðan hefur verið að finna brennisteinsfýluna frá Skaftárhlaupinu. Suðustanáttin í nótt bar brennisteinsvetnið (H2S) sem sagt norður yfir heiðar. Þessi lofttegund sem ég kalla alltaf hverafýlu er hættuleg í miklum mæli. Hún hefur þá eiginleka...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband