Færsluflokkur: Fallegar myndir

Snjórönd í Rangárvallasýslu

Sjá má á MODIS-mynd í dag, 17. febrúar mjög skörp skil í snjóhulu á Suðurlandi. Tók eftir þessu á netrápi á Veðurstofuvefnum, en þaðan er myndin fengin. Snjóað hafði fyrr í dag eða í nótt í Landeyjum og Fljótshlíð og setur snjóhulan greinilega mark sitt...

Þingvallavatn leggur að nýju, sést á tunglmynd

Strax eftir áramót lagði Þingvallavatn (sjá hér ) og gerði þennan líka fína spegil yfir allt vatnið næstu daga, gagnsær og sléttur ís um allt vatn. Sjálfur fór ég á vettvang 3. janúar og þá var ísinn þá við Skálbrekku 15-20 sm þykkur. Svo hélst í um...

Mikið sandmistur

Mér var bent á það um miðjan dag í gær sunnudag að mikið mistur lægi yfir Bláfjöllum og Reykjanesfjallgarðinum. Þegar mér var litið þangað um kl. 14 mátti sjá óvenju dimman mökk yfir fjöllunum . En um það bil sem það tók að rökkva var mér aftur litið til...

Snjó hefur að mestu tekið upp

Á þessari MODIS-mynd sem tekin var í heiðríkjunni í dag 1. nóvember skömmu eftir hádegi má vel sjá að þær fannir sem komnar voru fyrir miðjan október og jafnvel seinast í september eru nánast alveg horfnar. Um vestanvert landið er snjór aðeins í hæstu...

Gösmökkur á Kamtsjaka

Eitt virkasta eldfjall Kamtsjakaskagans, Shiveluch hefur verið virkt frá því í sumar. Gosið þykir þó lítið og hefur verið með hléum. 28. september álitu veðurfræðingar við flugþjónustu í Japan að gosmökkur hafi náð um 7 km hæð. Á meðfylgjandi tunglmynd...

Haustljóð

Rakst fyrir tilviljun á fallega hauststemmu eftir Hjördísi Einarsdóttur , sem ég ætla að deila með ykkur. Um höfundinn veit ég því miður engin frekari deili á. Ljóðið er snoturt, fullt trega en líka væntinga um vorið sem bíður handan við sjónarrönd....

Tunglmynd - með þeim fallegri

Eftir að létti til í dag á mest öllu landinu sést glöggt hvað víða snjóaði í fjöll á landinu. Þessi MODIS-mynd úr Terra tunglinu var tekin kl. 13:05 (28. september.) Á Vestfjörðum er víða aðeins bláströndin sem er auð og eins eru drættirnir afar skarpir...

Felumynd ?

Líkt og við hér á landi höfum ánægju af því að sjá ýmsar kynjamyndir í fjöllum og klettabeltum, dunda fjalllausir Danir sér við það að sjá eitt og annað kyndugt úr ratsjármyndum dönsku Veðurstofunnar. Þessa hér bjó veðurratsjáinn til úr efnivið...

9/10 hlutar neðansjávar

Flestir gera sér grein fyrir því að ekki sést í borgarís nema að óverulegu leyti. 9/10 massans er hulinn sjónum manna neðan vatnsborðs. Það er ekki oft sem ljósmyndir ná að fanga þess einföldu eðlisfræði vatns sem felst í rúmmálsaukningu við...

Önnur glæsimynd

Meðfylgjandi MODIS mynd fékk ég senda, en hún er sniðin til af Hróbjarti Þorsteinssyni fjarkönnunarsérfræðingi á Veðurstofunni. Lítið var um ský yfir landinu í gær föstudaginn 10. júlí . Veðrið var víða ákaflega gott, ekki síst á hálendinu, en hitinn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband