Færsluflokkur: Fallegar myndir

NOAA 11. des. kl. 11:50

Þessi tunglmynd frá því kl. 11:50 býr yfir þó nokkrum þokka. Skarpir drættir og skýrar línur suðvestur af landinu !

Fyrir augað

Þessi NOAA-mynd er frá því í dag (8.des) kl. 11:20 . Samskilin mynda nær hringlaga snúð umhverfis um 965 hPa lægðarmiðjuna. Hrein form eins og þessi eru frekar sjaldséð, en þó ekki einsdæmi. Álíka snúð, en með tveimur heilum hringjum mátti sjá suður af...

Ísland utan úr geimnum

Meðfylgjandi tunglmynd prýðir forsíðu bókar okkar Ingibjargar Jónsdóttur sem komin er út á hjá bókaforlaginu Veröld. Myndin er frá 31. maí 2007 og sýnir m.a. fagurmynduð bylgjuský yfir landinu. Í bókinni, sem er 48 síður í stóru broti, reynum við...

Ný mynd úr Hlíðarskál ofan Akureyrar

Jón Ingi Cæsarsson á Akureyri, varð við áskorun og náði nýrri mynd af Hlíðarskál og er mynd hans birt hér til glöggvunar og lesa má hans áhugaverðu útlistanir hér . Fyrir ókunnuga er þess skál þar sem jökulfönn situr fram á haust ofan og sunnan við...

Sumar í skafli - myndaröð

Kristján Bjarnason starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur m.a. þann starfa að vera umsjónarmaður útivistarsvæðisin ofan við Mógilsá og Kollafjörð. Í sumar tók hann reglulega myndir upp að frægasta skafli landins í Gunnlaugsskarði. Myndirnar tala...

Glæsileg mynd -hér í stærri upplausn

Ingibjörg Jónsdóttir er einkar fundvís á góðar tunglmyndir. (sjá síðu hennar, Hafís við Ísland ). Græn/rauða geislunarútgáfan er sérlega athyglisverð nú, bæði þegar þónokkur háfís er enn á sínum slóðum úti á Grænlandssundi og eins þegar snjór, jafnvel...

Snjóað í fjöll fyrir norðan

Þessa skemmtulegu mynd tók Jón Ingi Cæsarsson 1. október sl. af Súlum við Eyjafjörð. Þá hafði gert dálitla snjóföl í fjöll skömmu áður. Fyrir norðan er nú hiti nú rétt yfir frostmarki á fjallvegum. Þá er vægt frost á fjallstoppum. Spáð er nokkurri úrkomu...

Óljóst og ótrúlegt skýjafyrirbæri

Jón Ingi Cæsarsson á Akureyri tók þessa ótrúlegu mynd í Mývantsveitinni 10. september undir kvöld. Það er líkt og rósrauða skýið ofantil reki niður horn. Eða hvað annað getur þetta verið? Aðrar myndir af þessu fyrirbæri útiloka að við myndina hefur verið...

Borgarfjarðardalir úr lofti

Á myndinni má sjá hvernig þokan fyllir dali Borgarfjarðar þar sem aðeins hæstu fjöll og ásar standa upp úr. Þessi mynd er tekin úr flugvél 2. ágúst síðastliðinn. Þennan dag var nokkuð bjart yfir landinu sunnan- og vestanverðu, en þoka skreið inn á...

Ísland úr 900 km hæð eftir hádegi í dag

Þessi fína tunglmynd sem tekin var kl. 13:55 sýnir landið nánast í held sinni. Sjá má að stærstur hluti þess er snævi þakinn. Þó eru snjólítil svæði greinileg suðvestanlands. Hafísjaðarinn er einnig vel sjáanlegur á milli Vestfjarða og Grænlands. Úti af...

« Fyrri síða

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband