Mögnuð mynd Ólafs á Eyri

Meðfylgjandi mynd sem Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri sendi á visi.is í kvöld er alveg hreint mögnuð. Geri ráð fyrir því að hún hafi verið tekin undir kvöld þegar gosvirknin var farin að aukast og öskufalls varð vart í kjölfarið t.a.m. í neðanverðri Skaftártungu.  Snarpur V-vindurinn hrífur bæði ösku- og gufumökkinn með sér til austurs.

Þorvaldseyri-Eldgos/Ólafur Eggertsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúað gæti ég að þessi mynd eigi eftir að verða táknræn fyrir upphaf þessa goss. Það hefur oft orðið þannig með mikla atburði í náttúrunnar ríki eftir að ljósmyndin kom til sögunnar, að einhver ein eða fáar myndir "lifa" ef svo mætti segja. Það er hinsvegar skelfilegt til þess að hugsa ef þetta glæsilega bú verður fyrir miklum skaða af völdum gossins. Ólafur og Eggert faðir hans á undan honum hafa verið í forystu meðal íslenskra bænda, ekki síst hvað varðar kornrækt og ýmsar nýjungar í bústörfum. Búið er sjálfu sér nægt með flesta hluti, eigin hitaveita, eigin raforkuframleiðsla og svo framvegis. En það vekur athygli mína, búandi hér þremur breiddargráðum norðar, hversu túnin á Þorvaldseyri eru orðin fallega græn þegar myndin er tekin. Vona að þau fái að vera það áfram, að þeim verði hlíft við öskufalli. Veðurspár gefa þó ekki tilefni til bjartsýni í því efni, því spáð er norðlægum áttum.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 07:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær mynd

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og myndin er farin að birtast á erlendum fréttavefum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband