Tími glitskýjanna

Þorlákur Sigurbjörnsson sem býr í Langhúsum í Fljótum sendi mér þessa mynd sem hann tók við birtingu í gærmorgun, þrjðja jóladag.

Fljótamenn eru ekki óvanir glitskýjum en hann sagði með sendingunni; "Þá logaði bókstaflega austurhimininn af glitskýjum, þau voru fleiri en ég hef nokkru sinni séð."

glitsky_769_27_12_2011_001.jpgMesta von til þess að sjá glitský er frá því upp úr 5 til 10. desember og fram í janúar.  Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C). Þau eru mynduð  úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum. 

Um þessar mundir eru meiri líkur en oft áður til að sjá glitský.  Bæði hefur verið nú að undanförnu óvenju kalt í heiðhvolfingu og síðan hjálpar það til að dagar með hreinviðri eru algengir í tíðinni nú þegar fremur kalt er og lítið um lægri ský sem kunna að byrgja sýn.  Síðustu daga hefur mestur kuldinn í heiðhvolfinu verið fyrir norðan og norðvestan landið.  Einnig í dag, en síðan hlýnar nokkuð þarna uppi á okkar slóðum í bili a.m.k.

Heilmikinn fróðleik um glitský er að finna í fróðleikshorni Veðurstofunnar sem vísða er til hér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1786614

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband