33 sm snjódýpt í Reykjavík í morgun

Svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma að þá hefur ekki mælst meiri snjódýpt í Reykjavík frá því í febrúar 1984 svo fremi að sú viðmiðunartafla sem ég hef undir höndum er rétt.  33 sm las mælingamaður Veðurstofunnar af mælistikunni rétt fyrir kl. 09.  Henni er stungið niður á 10 stöðum þar sem snjór liggur nokkuð jafnfallinn í mælireitnum við Bústaðveg. Snjódýptin er síðan meðaltal þessara 10 álestra.  

Þetta telst því vera óvenjulega mikið fannfergi á Höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. í seinni tíð og enn bætir á snjóinn.

Víðar á landinu er talsverður snjór og mæld snjódýpt mun meiri en í Reykjavík.  Þannig töldust vera 63 sm í Ólafsfirði í morgun. 48 sm á Klaustri og 55 á Hólum í Dýrafirði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru til einhverjar sambærilegar mælingar fyrir Mosó eða Mosfellsdal? Mér finnst snjórinn nú töluvert minni en marga daga veturinn 1999-2000

Guðný (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 11:54

2 identicon

Er bara ekki að kólna á Íslandi Einar minn?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 12:02

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Snjórinn var nú líka ansi mikill í janúar-mars 1989, en hefur þá kannski verið eitthvað samanþjappaðri en nýfallni snjórinn í morgun.

P.s. Ég held að það sé aldrei hægt að segja neitt um hvort það sé að kólna eða hlýna, enda þekkjum við bara það sem liðið er. Svipað er með hlutabréfaverð.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.12.2011 kl. 15:02

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ef reikna má með að jafnfallinn laus snjór hafi eðlismassann 0,1 og snjódýptin er 33 cm þá fæ ég út að snjófargið á Reykjavíkursvæðinu (sem Vísindavefurinn gefur upp að sé 273 km2) sé 9 milljónir tonna. Reyndar er nú snjórinn farinn að síga og þéttast, svo að eðlismassinn er í raun hærri en þetta. Það þýðir bara það að snjófargið á Reykjavík er a.m.k. 9 milljónir tonna. Er vit í þessu hjá mér?

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.12.2011 kl. 15:05

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það þarf nú að kólna lengur en nokkra daga í desember til að við getum farið að tala um raunverulega kólnun. Nú í augnablikinu er hitastigið t.d. ekki sérstaklega lágt - þó það hafi nú snjóað töluvert fyrir því, sveiflast um og undir frostmarkinu og það þykir nú ekki fréttnæmt í Reykjavík um vetur. En snjórinn er þó fréttnæmur og gleður m.a. skíðafólk töluvert...og sjálfum þykir mér nú líka gaman að honum - flott að sjá snjóinn, að mínu mati.

PS. Ég man vel eftir snjónum í janúar-mars 1989 - mér þykir nú að það geti hafa verið enn lengur meira að segja, minnir að það hafi náð fram í apríl-maí (getur þó verið misminni hjá mér)...

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2011 kl. 15:09

6 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Snjófargið er nú samt ekkert Magnús miðað við þyngd allrar steypunnar og þess kambstáls sem búið er að koma fyrir á Höfuðborgarsvæðinu.  En það mun eitthvað ganga á þegar þessi 9 tonn bráðna og verða að vatni sem komast þarf til sjávar. 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 29.12.2011 kl. 15:26

7 identicon

Einar Sveinbjörnsson, 29.12.2011 kl. 15:26: 9 milljónir tonna, Einar minn. Fara rétt með tölur! 

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 15:31

8 identicon

eruð þið að segja þið kunnið ekki að keyra í snjó þetta er mjög lítið að mínu mati hér fer oft hærra er ekki að fatta reikvíngar tala um 33 sentimetra hvað á ég þá að segja bjó nú í bæði sveit og núna á akureyri hér er snjó langt fyrir ofan 33 cm og í sveitinni þó moða væri aðal vegurinn það gat verið meter stundum 1 og hálfur metri en mér fynnsyt snjórinn góður en mamma fussaði þegar þetta lið hjá rvk fór að tal um að hafa ekki undann hér byrjar bærinn 3 um nótt ef þess er þörf man eftir því þegar maður var ræstu upop í vinnu um 3 til að sjá um að hella á kaffið og sópa þar áður en þeir mættu þó ég inni í öðru og byrjaði um 8 í því starfi geri aðrir betur

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 17:28

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Greinilegt er að snjór leggst ójafnt fyrir Reykjavíkursvæðið, því ég man eftir því veturinn 1999 - 2000, þá byrjaði að snjóa í kringum 20. nóvember og snjór lá á jörðu nánast óslitið fram í apríl.  Undantekningin var fjórir daga í kringum mánaðamót janúar og febrúar.  Þar sem ég átti heima í Haukalind í Kópavogi var oft meiri snjór en er núna, meira að segja um miðjan desember.  Þá var veturinn 1996-7 talsvert snjóþungur í Rimahverfi og þurftum við að grafa okkur út af bílastæðinu á nánast hverjum morgni vikum saman.  Loks var veturinn 1994-5 mjög snjóþungur og náði 100 dögum með snjó á jörðu, ef ég man rétt.  Kannski er það bara að snjór dreifist svona misjafnlega um Reykjavíkursvæðið eða að ég sé kominn með Alzheimer.

Marinó G. Njálsson, 29.12.2011 kl. 22:50

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm,  það kostar trúlega sitt að vera með byggð uppi á heiðum.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2011 kl. 02:56

11 identicon

Það er eins og við manninn mælt að þegar snjóar í Reykjavík, upphefst söngur Akureyringa og Vestfirðinga um að Reykvíkingar kunni ekki að keyra í snjó. Þetta fólk tekur aldrei inn í myndina að það er svolítið annað að aka þar sem bílarnir eru kannski í tvöfaldri og þrefaldri samfelldri röð, eða einn bíll á hálftíma fresti. Líklega eru umferðartafirnar mestar vegna fólksins, sem er nýflutt af landsbyggðinni í bæinn og kann ekki að keyra í umferð. En nóg um það. Mesti snjór, sem ég man eftir í Reykjavík, var í febrúar 1984. Nú er veðurminni mitt og annarra yfirleitt ekki til að treysta á, en svo vill til að það eru til staðar tölur, sem staðfesta þetta. Mér er minnisstætt, hvað ruðningarnir voru orðnir svakalegir uppi í Fellahverfi í Breiðholti. En þá var snjór undir meðallagi á Norðurlandi. Það er sjaldan sem mikil snjóalög eru bæði sunnan- og norðanlands.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 06:58

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vel mælt Keli. Ég er sjálfur uppalinn við að aka út á landi, þrusaði í gegnum skafla hér og þar í mismunandi færð fyrir Vestan og Norðan. Þegar aftur á móti allt fyllist af snjó á Höfuðborgarsvæðinu þá verður allt svo þröngt og erfitt viðureignar. Það er tífallt erfiðara í raun að þurfa að hafa í huga alla umferðina sem er í kringum mann um leið og maður reynir að djöflast í gegnum skafla. Lenti í því t.d. í gær að þurfa að sæta lagi að reyna að komast út úr stæði - tók mig mun lengri tíma að juðast í gegnum skaflinn en ef engin umferð hefði sífellt verið að trufla.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.12.2011 kl. 09:35

13 identicon

eru það ekki stjórn völd ykkar rvk inga sem segja vaðlaheiða öng óþörf þeir ættu að vera byrjaði að vinna í göngunum þetta er skaði fyrir okkur en enginn hlustar á það þess vegna sagði ég þetta en samt hér búa bæði rvk ingar og aðrir en þið takið ekki austur land fyrir gott þú þeir mindu hlæja séstaklega frænka mín og fleiri sem búa á voppnafyrði þar er bara ekki mokað ef of mikill snjór er þar að segja ef það hætti ekki að snjóa og hvessa en þegar reykvikingar koma á akureyri þekki ég þá þeir kunna ekki að keyra hé á akureyri en þetta eru ekki allir reykvíkingar bara lítill hluti ég er ekki 100% frá neinum stað er brlendingur alstaðar af landinu líka frá rvk ak voppnafyrði og vestur landi aust fyrðu bandaríkjunum og danmörku og noregi vona ég þurfi ekki að telja hin upp ég á ættingja um alla efrópu og vestur hluta henna

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 13:09

14 identicon

Alveg er þetta voðalegt.  Hnatthlýnunin sem við nutum í nokkur ár er á undanhaldi. Harðir vetur, vesen og vandræði framundan um ókomin ár.  Skelfilegt til þess að hugsa.  

Smá ljós í tilverunni er að nota má alla peningana sem sóað er árlega í einhverjar hnatthlýnunarrannsóknir í snjómokstur. Það er víst hægt að moka mikinn snjó fyrir þá peniga.

NN (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 14:21

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hárrétt ábending frá Þorkeli um söng sveitamanna um vandræðin í Reykjavík þegar mikið snjóar. Það er eins og þetta fólk hafi engan heila til að gera sér grein fyrir mismunandi aðstæðum. En það vantar ekki að þessu bulli í því fylgir alltaf einhver heimóttarleg veðurdrýldni:  Við fáum sko meiri snjó (og að öllu leyti náttúrlega betra og meira veður) en þessi eymingjar í Reykjavík! Þið ættuð að lesa feibúkksíður núna þar sem svona veður uppi. Maður er náttúrlega löngu hættur að kippa sér upp við þetta en óneitanlega tekur maður gleðikipp við að lesa athugasemd Þorkells. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2011 kl. 23:19

16 identicon

ég bý í bæ ekki sveit

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband