Engir 60 sm í Róm

american-cities-051.jpgÞað má vel sjá á myndunum að engir 60 sm af snjó eru í Róm.  Hér hefur ein fjöður orðið að nokkrum hænum.  Vel má vera að snjódýpt í nágrenninun, e.t.v. úr fjöllunum ofan Rómar hafi verið eitthvað í þessa veru.  Sýni hér mynd til samanburðar sem gefur til kynna hvernig 35 til 40 sm snjódýpt leggst yfir í stórborg. Hún er frá New York 9. febrúar 1969 eftir frægt hríðarveður þar í landi þar sem nánast allt fór úr skorðum í nokkra daga. 

En "fannfergið" í Róm er engu að síður athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að snjóinn skuli ekki taka jafnharðan upp.  Það eitt er vísbending um afbrigðilega tíð.  Íbúar þetta sunnarlega búa ekki yfir snjóskóflum og ég efast reyndar stórlega um að vélamiðstöð Rómarborgar geri ráð fyrir hálkuvörnum gatna yfir höfuð. 


mbl.is Herinn kvaddur til vegna snjós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki örugglega farið að kólna á jörðinni Einar minn?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 09:59

2 Smámynd: Einar Steinsson

Snjór þýðir frekar úrkoma heldur en endilega miklir kuldar. Ég bý í miðri Evrópu (Austurríki) og hér er búið að vera frekar hlítt í vetur. Fram eftir öllum desember var ferðamannaþjónustan og skýðasvæðin að fara á taugum vegna hlýinda og snjóleysis, það var þannig veður að þeir gátu ekki einu sinni búið til gerfisnjó.

Tjörnina í garðinum hjá mér hefur varla lagt nema í nokkra klukkutíma í einu í allan vetur þangað til núna síðustu vikurnar og hér á lálendi er enginn snjór og hefur ekki komið í allan vetur. Um næstu helgi spáir að hitinn fari aftur yfir frostmark og þar með er veturinn væntanlega að mestu að baki fyrir utan venjuleg stutt hret.

Hér er vissulega kalt í augnablikinu en það er einfaldlega alltaf þannig í Evrópu þegar eru austlægar áttir, þá dælist yfir kalt loft frá Síberíu og hér er ekkert Atlandshaf til að dempa kuldann, það sem virðist vera núna er að kuldinn nær óvenjulega sunnarlega.

Einar Steinsson, 5.2.2012 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki er nú annað hægt að sjá af myndbandinu en að borgarstarfsmenn í Róm, ef alt er sem sýnist, séu að ryðja snjó af gangstéttum með sams konar skóflum og hér voru sjáanlegar fyrr á árum en ekki lengur! En veðurfréttir fjölmiðla eru oft ótrúlega vitlausar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2012 kl. 11:51

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er ágætis svar hjá Einari.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.2.2012 kl. 11:52

5 identicon

Eins gott að Ítalir fái að kynda meira en þeir hafa getað yfir veturinn. Þegar ég bjó í Napoli, þá var bara hægt að kynda í 3 klst. fh. og aftur í 3 klst. á kvöldin! Svona voru lögin þá, en þetta er jú fyrir 29 árum síðan. Aldrei sá ég snjó í þessi 3 ár sem ég bjó þar, kannski smá snjó föl snemma á daginn. En það var ansi kalt samt yfir veturinn.

Guðrún I. Gunanrsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 12:12

6 identicon

Einar Steinsson, 5.2.2012 kl. 11:25: Með fullri virðingu, Einar, þá var þessari spurningu beint (ítrekað) til kolefniskardínálans Einars Sveinbjörnssonar (síðuhaldara). Einhverra hluta vegna hefur (sá) Einar ekki viljað svara þessari einföldu spurningu minni. Hmmmm... hvernig ætli standi á því?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 14:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta sýndist mér líka, Einar, og bloggaði um það um miðnættið, giskaði á að í mesta lagi gætu verið 16 sm eða 6sm en ekki 60.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 1786513

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband